09.04.1938
Efri deild: 45. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í B-deild Alþingistíðinda. (1158)

61. mál, ríkisborgararéttur

*Magnús Jónsson:

Ég vildi mælast til þess við hæstv. forseta, að atkvgr. um málið væri frestað. Allshn. ræddi að vísu dálitið um málið, en þó var fremur lítill tími til þess, og sérstaklega lágu þar ekki fyrir þær umr. frá fyrri þingum, sem nú hafa verið dregnar hér fram. Ég fyrir mitt leyti vildi frekar geta athugað þetta vandlega, áður en ég tek afstöðu til þessarar brtt., og af því að þetta mun vera 3. umr., þá álít ég heppilegt, að allshn. gæti nú haft tækifæri til að athuga og taka afstöðu til þessarar beiðni.