12.03.1938
Neðri deild: 20. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 756 í B-deild Alþingistíðinda. (1174)

59. mál, byggingar- og landnámssjóður

*Frsm. (Jón Pálmason):

Eins og hv. þdm. muna, þá fluttum við nokkrir hér á þinginu 1937, fyrra þinginu, frv. til l. um byggingarsjóð sveitanna. Það frv. náði þá ekki afgreiðslu, og ekki heldur á seinna þinginu, en á því þingi gekk það til landbn. og tók hún það til rækilegrar athugunar. N. varð sammála um að gera víðtækar breyt. á frv., m. a. að fella saman í eina heild öll ákvæði um lán og aðstoð til endurbygginga og nýbýla í sveitum og kauptúnum, og ennfremur að bæta við ákvæði um teiknistofu, sem starfaði í sambandi við sjóðinn. Málið komst ekki lengra en það á síðasta þingi. að útbýtt var þessum brtt. frá landbn. Nú hafa þessar brtt. verið felldar saman í eina lagaheild, og í þeirri mynd leggur n. einróma til, að þessi ákvæði verði lögfest.

Ég skal ekki fara langt út í að lýsa þeim breyt., sem þetta frv. felur í sér frá gildandi l. Ég geri ráð fyrir, að hv. þdm. hafi kynnt sér þær.

Frv. er í fjórum aðalköflum. Fyrsti kaflinn er um markmið sjóðsins. — Annar kafli er um byggingarsjóð, og er hann að miklu leyti sá sami og ákvæði gildandi h um byggingar- og landnámssjóð. Þó eru numin burt ýms ákvæði gildandi l., sem annað hvort eru orðin óþörf eða eru ekki í samræmi við þá starfsemi, sem þar hefir verið rekin. Það er breytt til með framlag úr ríkissjóði, og er gert ráð fyrir, að það verði ekki nema 200 þús., í stað 250 þús. Þá er einnig breytt til á þá leið, að allir bændur komi til greina við lánveitingar í þessu skyni. En samkvæmt l. er ekki ætlazt til þess, að aðrir bændur geti komið til greina en þeir, sem verst eru stæðir, þótt framkvæmdin hafi verið talsvert á annan veg. Þá er það þriðji kafli, um byggingarstyrk. Þar er að því leyti breytt til frá því, sem samþ. var á þinginu 1937, að gert er ráð fyrir 125 þús. kr. árlegu framlagi úr ríkissjóði, en það var byrjað með því að taka 50 þús. kr. af fé byggingar- og landnámssjóðs til þessarar starfsemi. Það hefir sýnt sig, að þörfin á þessu framlagi er ákaflega rík, og hefir ekki verið hægt að sinna henni eins og nauðsyn ber til. Þess skal einnig getið, að fasteignamat jarða, sem til greina koma við styrkveitingar, má nú vera 2000 kr., en áður var hámarkið 1000 kr. og er þetta talsvert þýðingarmikið atriði. Að öðru leyti eru ákvæði þessa kafla frv. mjög svipuð ákvæðum gildandi l. — Fjórði kafli er um nýbýli og samvinnubyggðir. Ég skal taka það fram. að okkur hefir sézt yfir að strika þarna út kaflaskipti. og mun það verða lagfært, áður en málið kemur til næstu umr. Breyt. eru hér allar smávægilegar. Strikað hefir verið út, að það skuli vera lánadeild í sambandi við byggingar- og landnámssjóð. Hefir hún ekki tekið til starfa undir því nafni, heldur sem nýbýlasjóður, og því nafni höldum við. — Þá er hér loks kafli um teiknistofu, sem er að mestu leyti í samræmi við frv., sem hv. þm. Mýr. og hv. 2. þm. Skagf. fluttu á síðasta þingi, og þá var gert ráð fyrir, að yrðu sérstök I. Hér er þó það nýmæli, að gert er ráð fyrir að þessi teiknistofa annist uppdrætti að húsgögnum fyrir almenning, bæði í sveitum og kauptúnum, sem séu sniðin eftir hinum heppilegustu fyrirmyndum, og séu ódýr og þjóðleg. — Þá er það níundi og síðasti kafli þessa frv. Hann fjallar um viðhaldsskyldu og og sölu, söluskilyrði o. s. frv., og eru þar færð í eina heild ákvæði byggingar- og landnámssjóðslöggjafarinnar og nýbýlalöggjafarinnar, að mestu leyti óbreytt að efni. Ég bið menn að athuga, að í 48. gr. er fært saman í eitt allt, sem snertir lán og byggingarstyrki, þ. e. allar takmarkanir og skilyrði, sem fullnægja skal, þegar eigendaskipti verða að fasteign, sem stendur í skuld við byggingar- og landnámssjóð, eða þegar slík opinber eign er byggð. Þar eru í raun og veru aðeins formbreytingar.

Þó að nefndin hafi ekki tekið upp í þessa löggjöf sem bráðabirgðaákvæði frv. það, sem hv. 1. þm. Rang. hefir borið fram á þskj. 23. um framlög ríkisins til endurbyggingar á sveitabýlum, mun hún geta fallizt á að gera það, áður en gengið er frá því frumvarpi sem lögum.

Ég skal ekki fara fleiri orðum um þetta, nema tiletni gefist til, en legg til, að málinu verði vísað til 2. umr. og aftur til landbn.