12.03.1938
Neðri deild: 20. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 757 í B-deild Alþingistíðinda. (1175)

59. mál, byggingar- og landnámssjóður

*Sveinbjörn Högnason:

Ég vil þakka hv. frsm. landbn. fyrir að bjóðast til að taka frv. mitt á þskj. 25 inn í frv. nefndarinnar sem bráðabirgðaákvæði og vonast til, að það verði gert fyrir 3. umræðu.

Hinsvegar vil ég geta þess í sambandi við þennan lagabálk, að ég lít svo á, að hann sé settur saman til þess, að núgildandi ákvæði séu tiltæk í samræmdri heild og verði auðveldari í framkvæmd. En úr því að hér er fyrst og fremst um framkvæmdina að ræða, tel ég, að sérstaklega eigi að fara eftir þeim bendingum, sem sá aðili gefur, sam með framkvæmdina fer, en það er Búnaðarbankinn. Nú segir mér svo hugur um, að bæði bankastjóri hans og þeir, sem með bókhald þessara sjóða fara, hafi talsvert að athuga við frv. Ég vildi spyrja hv. frsm., hvort nefndin hefir reynt að komast að samkomulagi við þá aðilja. Mér segir svo hugur um, að þar sé ekki fengið samkomulag, og mér þykir það mjög athugavert, að þessi lög séu sett áður en skýrt liggur fyrir álit Búnaðarbankans. Ég óska eftir að heyra frá hv. frsm., hvað nefndin hefir reynt til að ná samkomulagi.