12.03.1938
Neðri deild: 20. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 758 í B-deild Alþingistíðinda. (1177)

59. mál, byggingar- og landnámssjóður

*Sveinbjörn Högnason:

Hv. frsm. staðfesti það, sem ég hélt, að nokkur ágreiningur væri milli nefndarinnar og Búnaðarbankans. En hann taldi þann ágreining eingöngu um formsatriði. Nú eru brevt. frv. allar um slík formsatriði, að nokkrum aukaatriðum frátöldum, sem hv. frsm. virðir ekki svo mikils að fara um þau orðum sérstaklega. Þess vegna tel ég, að það sé höfuðatriði í málinn, hvort fella eigi þessa löggjöf saman í ein lög eða tvenn. Ég legg áherzlu á það, að fyrir liggi skriflegt álit Búnaðarbankans, áður en 3. umr. fer fram um málið hér í deildinni, og að frá hendi sérfróðra aðilja þar komi þær bendingar um lagfæringar á frv., sem ég veit, að þeir óska eftir að gera.