08.04.1938
Efri deild: 44. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í B-deild Alþingistíðinda. (1189)

59. mál, byggingar- og landnámssjóður

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti! Það er rétt, að hv. 6. landsk. vildi skilja þennan lið í brtt. þannig, að fyrst og fremst eigi að hjálpa þeim, sem orðið hafa fyrir fjárfeili. En þegar ég greiði brtt. atkvæði, geri ég það ekki af því. Þeim skaða er ætlazt til, að mætt verði á annan hátt, og vonandi verður það ekki gert síður en í fyrra. En þó að bóndi fái eftir þessum lögum hámarkslán og styrk, þarf hann samt að leggja talsvert frá sjálfum sér. Og ástandið hjá þeim, sem búnir eru að missa fé sitt, er lakara en svo, að þeir geti ráðizt í húsabygginnar, áður en þeir koma upp bústofninum á ný. Mér hefir skilizt á hv. 6. landsk., að þeir þyrftu fyrst og fremst hjálp til að geta lifað. Þá er það alveg út í hött, að fara að örva þá til nýrra bygginga. Þeir fáu bændur, sem kynnu að sjá sér hag í að nota það, væru þá ekki svo illa staddir sem af er látið. — Það er sjálfsagt, að þeir fái lán, sem fullnægja skilyrðum 7. og 12- greinar og eiga bústofn, en hinir verða fáir, sem hafa misst bústofninn, en geta gjarna lagt fram tvö, þrjú eða fjögur þúsund til þess að fara að reisa sér íbúðarhús.