08.04.1938
Efri deild: 44. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 764 í B-deild Alþingistíðinda. (1190)

59. mál, byggingar- og landnámssjóður

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti ! Við hv. 1. þm. N.-M. þurfum ekki að fara í kappræður um þetta. En ég vil segja honum, að ef hv. þdm. verða að telja þann fjárfelli, sem orðið hefir af völdum mæðiveikinnar, verulegt tjón og af óviðráðanlegum orsökum, þá sýnir brtt., að þeir, sem slíkt tjón hafa beðið, eiga fullan forgangsrétt að þessum lánum og styrkjum. Og ef hv. þm. hefir aðra skoðun á því. verður hann að koma með aðra brtt. í staðinn, því að hver maður hlýtur að líta svo á, að tjónið sé bæði mikið og af óviðráðanlegum orsökum.

Hv. þm. segir, að þessir menn verði bara að reyna að lifa og haldast við á jörðunum. Ég sé ekki annað en að þjóðfélagið eigi að létta vandræði þeirra manna, en dæma þá ekki fremur öðrum landsmönnum til að hafast við í föllnum moldarkofum. því erfiðara sem þeir eiga. því meiri er nauðsynin. Það hefir verið talað um, hver hörmung það væri, að búa í ýmsum kjöllurum hér í Reykjavík. En ég verð að segja, að viða í sveltum eru verri íbúðir en í þeim kjöllurum, sem hér eru dæmdir ónothæfir til íbúðar.