11.04.1938
Efri deild: 46. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 769 í B-deild Alþingistíðinda. (1203)

59. mál, byggingar- og landnámssjóður

Þorsteinn Þorsteinsson:

Það eru aðeins örfá orð. Ég get ekki skilið annað en þau skakkaföll, sem styrk- eða lánbeiðandi hefir orðið fyrir, verði að taka til greina einmitt eftir frv. þessu, því að þar er talað um efnahagsvottorð og efnalegar ástæður mannsins að öðru leyti. En það koma þó ekki fram í því vottorði. sem hann á að skila, þau skakkaföll í fjártjóni, sem hann kann að hafa orðið fyrir fyrir ári síðan eða meir, nema hvað eign hans verður minni. Það er þess vegna þessu máli viðkomandi og nauðsynlegt að hafa þetta. ákvæði, ef réttlæti á. að ríkja.

Hv. þm. segir, að það eigi að mæta þessu tjóni á annan hátt heldur en, með því að hjálpa þeim til að byggja yfir sig. En ég veit ekki, hvað er nauðsynlegra fyrir menn. Ég veit, að í boðorðunum, sem við hr. 1. þm. N.-M. munum hafa lært, eins og aðrir kristnir menn, stendur að fyrst komi af því veraldlega fæði og klæði, og svo hús og heimili. Þannig var mér a. m. k. kennt kverið. Ef bláfátækir bændur, sem hafa orðið fyrir fjártjóni, eiga ekki að fá styrk til að byggja yfir sig, ef hús þeirra eru að falli komin, þá veit ég ekki, hvað á að verða um þá. Ég veit ekki, hvað annað getur beðið þeirra en að sækja hingað á mölina. Það bezta, sem er hægt að gera, til þess að. halda fólkinu í sveitinni,. er að styðja að því, að það hafi sæmilegt húsnæði.

Ég, held, að hv. 1. þm. N.-M., sem er búfjárræktarráðunautur bænda, ætti sízt af öllum að halda því fram, að þeir, sem misst hafa búfé sitt að miklu eða öllu leyti, eigi ekki að fá styrk til að byggja sér hús frekar en þeir „sem halda búfé sínu. Það er nauðsynlegt að styðja þá menn og styrkja, sem með dugnaði og- hagsýni hafa. reynt að koma sér áfram, en verða svo fyrir þeim skakkaföllum að missa fé sitt vegna fjárpestarinnar. En það er fleira,. sem kemur þarna til greina, en pestin ein. Ef litið er á hana eina, þá telja margir bændur, að sízt sé að vænta mótstöðu frá hálfu Alþ. gegn hjálp til þeirra, þar sem veikin hafi verið leidd inn í landið vegna ráðstafana Alþingis, ef það er rétt, að veikin sé útlend. Þótt. þetta hafi verið gert í bezta tilgangi og átt að efla framleiðslu landsmanna, þá hefir þarna orðið missmiði á. Mér finnst, að Alþ. ætti sízt af öllu að fara að segja við bændur, sem orðið hafa fyrir skakkaföllum vegna þessara ráðstafana: Við viljum ekkert hjálpa ykkur. Það má leka ofan á ykkur og þið megið skjálfa af kulda á veturna, en við skiptum okkur ekkert af því.

Ég tek það fram, að hér er ekki um ný fjárútgjöld af hendi ríkissjóðs að ræða, heldur hitt, að þeir séu látnir ganga fyrir, sem bágast eiga: