13.03.1938
Efri deild: 20. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 782 í B-deild Alþingistíðinda. (1245)

57. mál, eftirlit með skipum

Ingvar Pálmason:

Þar sem hv. frsm. sjútvn. í þessu máli er ekki viðstaddur, tel ég rétt að láta nokkur orð fylgja frv. af n. hálfu. Frv., sama efnis og þetta, lá fyrir síðasta þingi og var þá hjá sjútvn. Það varð allmikill ágreiningur um frv. í n., sem ekki varð leystur á því þingi. Síðan þetta frv. var til meðferðar, hefir því verið breytt nokkuð af stjórnskipaðri nefnd, og fylgir hér að nokkru leyti grg. hæstv. ríkisstj. fyrir því starfi. Eftir að sjútvn. barst frv.. vannst henni ekki tími til þess að fara ýtarlega yfir það; hún taldi réttara að láta málið ganga til hv. d. til þess að tefja það ekki að óþörfu, en hinsvegar kom strax fram í n. nokkur ágreiningur um ýms atriði í frv., sem telja verður frekar til smærri atriða. Þó þykir mér rétt að geta þess, að í n. hefir þegar komið fram ágreiningur um kostnaðaraukann, sem af gildistöku frv. leiðir, ef að l. verður og ég geri ráð fyrir, að n. muni milli umr. taka málið til ítarlegrar meðferðar, og mun þá verða úr því skorið, hvort þessi ágreiningur er það mikill, að það verði framgangi frv. til stöðvunar. Ég geri þó frekar ráð fyrir, að ágreining þennan megi haga, því að það er a. m. k. að nokkru leyti, að því er mér skilst, frekar fjárhagsatriði heldur en raunverulegt stefnuatriði. Þar sem hæstv. atvmrh. er hér viðstaddur, þá geri ég ráð fyrir, að hann skýli frv. nokkuð ýtarlega, en mér fannst hlýða að láta strax við þessa umr. koma fram, hvernig afstaða n. er gagnvart málinu á þessu stigi.