18.03.1938
Efri deild: 28. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 785 í B-deild Alþingistíðinda. (1256)

57. mál, eftirlit með skipum

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti ! við höfum athugað þetta mál í sjútvn., og höfðum við svipað frv. til athugunar á síðasta þingi, sem eins og kunnugt er, var flutt af þm. 3. landsk. N. er í heild sinni samþykk öllum höfuðákvæðum þessa frv. viðvíkjandi útfyllingu þeirra atriða, sem áður hafa verið í 1., til þess að bæta eftirlitið. Að því leyti greinir nm. ekkert á. En það er ein hlið þessa máls, sem ekki er litið á alveg sömu augum af öllum nm., og út þeim ástæðum eru þær brtt. fram komnar, sem meiri hl. flytur á þskj. 106. en þær snerta kostnaðarhlið málsins.

Í grg. er það tekið fram. að núverandi kostnaður af skipaeftirlitinu sé 18 þús. kr. En ef ákvæði frv. yrðu lögfest, þá er gert ráð fyrir því í grg., að þessi kostnaður yrði 32 þús. kr. Meiri hl. n, bv. 2. þm. S.-M. og mér, þykir þessi kostnaður nokkuð mikill, og teljum við, að öllum kostum frv. megi ná, þótt stillt sé meira í hóf tilkostnaðinum heldur en gert er ráð fyrir í frv., eftir því sem grg. sundurliðar hann. Við leggjum til, að skipaskoðunarstjóri hafi sömu aðstöðu við þetta starf og hann hefir haft og sömu laun. Hinsvegar sé honum séð fyrir hæfilegri aðstoð, en fjárveitingavaldið ákveði, hversu mikið skuli greitt fyrir aðstoð og eftirlitsferðir. Það segir í grg., í skýringum á 6. gr. frv., að það hafi af mörgum verið talið heppilegast, að skipaskoðunarstjóri hefði engin launuð störf á hendi önnur en þau, að vera skipaskoðunarstjóri. En eins og er, þá mun hann hafa leyfi til þess að halda áfram skipaskoðun fyrir Eimskipafélagið, sem hann hefir haft frá byrjun og fengið einhver laun fyrir. Það hefir, þegar þeim málum var síðast ráðið, ekki verið talinn svo stór galli á hans starfi sem skipaskoðunarstjóra, að við það væri ekki unandi, enda hafa laun hans verið sniðin eftir því. Eftir að ríkið sjálft eignaðist skip, þá var svo um samið, að skipaskoðunarstjóri hefði eftirlit á skipum ríkisins, en án endurgjalds. Eftirlitið með þeim fjórum skipum skipaútgerðar ríkisins, Esju, Súðinni. Þór og nýja varðbátnum Óðni, hlýtur að kosta talsvert fé, eins og með öll hliðstæð skip. ef það ætti beinlínis að borga sig. Meiri hl. n. lítur svo á, að það út af fyrir sig, þótt skipaskoðunarstjóri haldi áfram verki fyrir Eimskipafélag Íslands, þá sé það ekki svo of hlaðið á hans starf, að það geti valdið neinni verulegri truflun. Vitaskuld má segja, að hann geri ekki annað, meðan hann litur eftir skipum Eimskipafélagsins, en það er ekki mjög erfitt. því að þau koma öðru hvoru að hafnarbakkanum, og hann þarf ekki að fara úr bænum til þess að líta eftir þeim. Hinsvegar er vitaskuld munur á því, hvort hann heldur þeim launum, sem hann hefir nú, eða þau verða hækkuð upp í það, sem lagt er til í frv. Í frv. er gert ráð fyrir því, að hann leggi niður öll önnur launuð störf. Frv. gerir ennfremur ráð fyrir því, að hann hafi aðstoðarmann með 4800 kr. árslaunum og skrifstofumann með 3600 kr. launum á ári. Skipaskoðunarstjóri hefir haft skrifstofuaðstoð, enda er vitaskuld sjálfsagt, að hann hafi þá aðstoð, sem hann nauðsynlega þarf. En það er með þetta alveg eins og með hækkunina á launum skipaskoðunarstjóra, meiri hl. n. hefir ekki talið nauðsynlegt að ákveða þarna tvo fasta starfsmenn. Óhætt er að hafa þarna einn fastan starfsmann, en um aðra starfsmenn vill meiri hl. n. ekki hafa föst ákvæði, heldur hafa það opið, eins og er í núgildandi l. um þetta efni. Þess vegna flytur meiri hl. svo hljóðandi brtt. á þskj. 106: „Skrifstofukostnaður skipaskoðunarstjóra, sem og kostnaður vegna aðstoðar og eftirlitsferða skal ákveðinn í fjárl.“. Með þessu móti virðist meiri hl. n. vera forsvaranlega séð fyrir því, að skipaskoðunarstjóri hafi þá aðstoð, sem nauðsynleg er, og telst svo til, að rétt sé, að fjárveitingarvaldið hafi íhlutunarrétt um þetta á hverjum tíma. Í frv. er gert ráð fyrir, að eftirlitsmenn verði skipaðir, sem ekki hefir verið gert á undanförnum árum. Það er þannig hugsað samkv. 8. gr. frv.. að einn af skipaskoðunarmönnunum í hverjum landsfjórðungi verði skipaður eftirlitsmaður í hverju umdæmi, að fengnum till. skipaskoðunarstjóra. En skipaskoðunarmenn eiga að vera í hverju umdæmi, samkv. 7. gr., svo margir sem skipaskoðunarstjóri telur þörf á, og úr hópi þessara manna sé tekinn eftirlitsmaður í hverjum landsfjórðungi. Þessir undireftirlitsmenn eru sérstaklega trúnaðarmenn skipaskoðunarstjóra, og meðal annars eiga þeir að fylgjast með því á hverjum tíma, hvernig lögunum er framfylgt. Um þessa eftirlitsmenn og þóknun til þeirra hefir meiri hl. n. leyft sér að gera brtt. — Í 10. gr. frv. er talað um að ráðh. skuli ákveða þóknun til skipaeftirlitsmanna, og setja þeim starfsreglur. Það er náttúrlega ráðh. eða ráðuneytið, sem á að setja eftirlitsmönnunum starfsreglur, en meiri hl. n. telur réttast, að þóknunin sé ákveðin af fjárveitingarvaldinu á hverjum tíma, eins og er um allan annan kostnað og aðstoð, sem þetta embætti útheimtir. Þetta þýðir í sjálfu sér það, að meiri hl. n. vili ekki ákveða í lögunum föst laun, nema handa einum manni, skipaskoðunarstjóra. Hinsvegar vill hann láta standa opið, að hann fái nauðsynlega aðstoð, og líka verði einhverju fé varið handa eftirlitsmönnum, en þóknun fyrir allt slíkt skuli fjárveitingavaldið ákveða. Meiri hl. n. hefir lagt þetta til vegna þess. að hann lítur svo á, að þau embætti sem þarf, til að fá það öryggi, sem stefnt er að með þessu frv., megi skipa án þess að stofna til stórlega aukins kostnaðar. En verði frv. samþ. óbreytt eins og það er nú, þá verður kostnaðurinn hvorki meira né minna en hér um bil tvöfaldur við þessi mál á móts við það, sem nú er.

Þá vildi ég minnast á eina brtt.. sem líklega er bara leiðrétting við 17. gr. frv. Þar stendur svo: „Þegar skip hefir sætt meiri háttar viðgerð hvort heldur er á bol eða vél, eða ný aðalvél hefir verið í það sett, en eigi kveður samt svo mikið að viðgerðinni, að aðalskoðun skyldi gera samkv. 9. gr. a ) í lögum þessum“, — en þessi tilvitnun getur ekki átt við 9. gr. a). því að í þeirri gr. eru engir bókstafsliðir, en aftur á móti eru bókstafsliðir í 11. gr., og þar gæti það til sanns vegar færst, að þessi tilvitnun væri rétt. Þá er lítilsháttar brtt. við 19. gr. Meiri hl. n. fannst óþarft að ákveða, að sama stimpilgjald skyldi vera goldið fyrir áritun á haffærisskírteini að lokinni aukaskoðun eins og fyrir að gefa út haffærisskírteini. Þess vegna er lagt til, að fyrir slíkt verði ekki goldið sama stimpilgjald eins og fyrir að gefa út haffærisskírteini, heldur helmingur þess stimpilgjalds í hvert sinn. Fleiri brtt. hefir meiri hl. n. ekki á þessu stigi málsins, en áskilur sér rétt til að gera síðar brtt. á einstökum gr. þessa frv., en ekki þó þannig, að það sé neitt aðalatriði. Samt kann að vera, að tilefni verði til þess við 3. umr. að koma með nokkrar orðabreyingar. Skal ég ekki fjölyrða meira um þetta mál að sinni, en meiri hl. n. álitur, að eins og málið liggur fyrir, sé rétt að samþ. það með þeim breyt., sem hann leggur til á þskj. 106.