21.03.1938
Efri deild: 30. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 799 í B-deild Alþingistíðinda. (1264)

57. mál, eftirlit með skipum

Ingvar Pálmason:

Ég hefi ekki mikið fram að taka sérstaklega fram yfir það, sem hv. þm. Vestm. hefir tekið fram fyrir meiri hl. n.

Ég er mótfallinn brtt. á þskj. 116, að því er snertir 1. og 2. lið, en um 3. lið er það að segja, að það er ekki hægt að samþ. hann, elns og hann er orðaður, af því það hefir fallið úr honum nauðsynleg setning um það, á hvern hátt launin eigi að hækka. Þetta má leiðrétta, en það verður að leiðrétta það með brtt., því það stendur hér: „Laun aðstoðarmanns skipaskoðunarstjóra eru 4800 kr., hækkandi annaðhvort ár upp í 6000 kr.“ Það hefir fallið burtu, að þau eigi að hækka annaðhvort ár um 200 kr. Þetta þarf að leiðrétta. Önnur villa er þarna um, að þeir skuli njóta dýrtíðaruppbótar. Það eru leifar frá gr., sem stóð í frv. upprunalega. Þetta má líka leiðrétta, en það þarf að gera það með brtt. En um þessa brtt. vil ég segja það, að ég játa, að það eru rök fyrir því, að skipaskoðunarstjóri þurfi að hafa aðstoðarmann. Hinsvegar tel ég, að eftir brtt. okkar hv. þm. Vestm. sé þetta ekki útilokað. Það sé einmitt bent til þess, að skipaskoðunarstjóri elgi að fá alla nauðsynlega aðstoð. Það, sem aðallega ber á milli, er, að í brtt. okkar hv. þm. Vestm. er svo fyrir mælt, að skrifstofukostnaður og kostnaður vegna aðstoðar og eftirlitsferða sé ákveðinn í fjárl. Ég tel réttara, að það standi áfram, að þetta skuli ákveðið í fjárl. Ég játa hinsvegar, að það er nauðsynlegt, að skipaskoðunarstjóri fái eftirlitsmann, svo að það ber ekki svo ýkjamikið á milli eða aðeins það, hvort laun aðstoðarmanns skuli ákveðin í l. sjálfum eða í fjárl. Ég sé ekki ástæðu til að gera mikinn ágreining út af þessu. Ég tel, að brtt. okkar hv. þm. Vestm. nægi, og tryggi það, að skipaskoðunarstjóri geti fengið sér aðstoð, sem hann þarf. En ég álit þetta sem sagt ekki neitt ágreiningsatriði, og sé því ekki ástæðu til að leggja á móti þessari brtt. hv. 3. landsk. En það verður að leiðrétta hana, því að það verður að sýna þann stiga, sem launin eiga að hækka eftir. Ef sá stigi er notaður, þá hækka launin á 12 árum upp í 6000 kr., en þá er hann kominn í sömu laun og skipaskoðunarstjóri. Ég hefi ekkert á móti því út af fyrir sig, því að ég játa, að það er rétt hugsað, að þessi aðstoðarmaður eigi að alast upp til þess að verða eftirmaður skipaskoðunarstjóra. Ég álít því, að það skipti ekki miklu máli, þótt brtt. verði samþ.