22.03.1938
Efri deild: 31. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í B-deild Alþingistíðinda. (1267)

57. mál, eftirlit með skipum

Þorsteinn Þorsteinsson:

Það er aðeins eitt atriði í þessu máli, sem ég vildi minnast á örfáum orðum, og er það 3. liður brtt. á þskj. 116. Ég álít óheppilegt nú, eins og sakir standa, að fara að ákveða í l. föst laun fyrir aðstoðarmann skipaskoðunarstjóra. Ég tel réttara nú, eins og á stendur, að hafa þetta ekki lögákveðið, heldur eins og gert er ráð fyrir í brtt. á þskj. 106, að það verði ákveðið í fjárl. Það er búizt við því, að bráðlega verði farið að ákveða laun slikra starfsmanna, og þá tel ég réttara, að lög gjafinn sé ekki búinn að slá neinn föstu um laun þeirra ævilangt, enda væri með því settur grundvöllur fyrir það, hvaða laun sambærilegir starfsmenn ættu að hafa hjá ríkinu, en ég verð að segja, að mér þykir þetta, eins og tímarnir eru nú, vera fullhá laun, og af þeim ástæðum mun ég greiða atkv. á móti þessari brtt. Ég tel það stórum heppilegra að hafa þetta laust og óbundið og ákveða launin með skrifstofukostnaðinum aðeins í fjárl.