07.05.1938
Neðri deild: 67. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 807 í B-deild Alþingistíðinda. (1283)

57. mál, eftirlit með skipum

*Ísleifur Högnason:

Mér þykir óþarft að taka upp það, sem ég sagði við 2. umr. um brtt. á þskj. 430. Ég álít, að þessar brtt. miði að því, að tryggja það, að skipaskoðun verði framkvæmd af mönnum, sem ekki eiga hagsmuna að gæta við eftirlit skipanna.

1. brtt. er við 7. gr., að skipaskoðunarmenn geti þeir eigi verið, sem eru eigendur eða útgerðarmenn skipa. — 2. brtt. fjallar um það, eins og ég tók fram þá, að þagnarskylda eftirlitsmanns sé skilorðslaus, og hann megi ekki greina frá því, hverjir kæri, enda séu kærur á rökum byggðar. Það hlýtur að vera örðugra fyrir þá, sem kæra, ef þetta er tekið inn í lögin. — Ennfremur hefi ég gert brtt. um, að 9. gr. falli burt, en það er, að fela megi öðrum eftirlitsstarf skipaskoðunarmanns, ef það er erfiðleikum bundið vegna fjarlægðar að koma þan að skipaskoðunarmanni og vegna kostnaðar. Ég álít, að lögin nái alls ekki tilgangi sínum, ef þetta er ekki fellt niður.

Ég vona, að hv. þm. aðgæti þessar till. og sjái, að þær eru réttmætar til þess að tryggja. að lögin komi með fullum notum.