03.05.1938
Sameinað þing: 24. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í B-deild Alþingistíðinda. (129)

1. mál, fjárlög 1939

Héðinn Valdimarsson:

Manni getur orðið bumbult af að hlusta á blekkingar hv. þm. N.-Ísf. Ég skýrði frá því í umr. í gær, að uppkastið að frv. um vinnudóm hefði verið á allt annan veg en frv., og frv., sem siðar kom fram, verið hrein svík við stefnu Alþfl. Nú vill hv. þm. segja, að þessi uppköst séu ekki þau réttu, heldur hafi komið fram nýtt uppkast. Ég lýsi þetta helber ósannindi, enda munu allir vita það. því að í fyrri ræðu sinni sagði hv. þm. N.-Ísf., að þetta hefði verið síðasta sumar, en það var síðasta haust. Það er rétt að geta hér um þátt hv. þm. N.-Ísf. í þessu máli, en hann er sá, að á sambandsþinginu í nóv. gekk hann á milli manna og hvatti þm. Alþfl. og bæjarfulltrúa Rvíkur til þess að undirskrifa skjal um klofninginn. Hann lítilsvirti meiri hlutann á því sambandsþingi, og sýnir það bezt hug hans og hans manna. Hvers virði eru svo orð hv. þm. Seyðf., HG, um lýðræði? Þegar þessir menn eru búnir að svíkja skriflega samninga í flokknum til þess að hindra það, að stefna meiri hl. gangi fram, er það, að þeir reka mig út flokknum. Það vita allir, að Alþýðublaðið er ekki málgagn Alþfl.

Það er af miklu lítillæti, sem hv. þm. 1.-Ísf. talar um sín verk innan flokksins. Hann segist vilja vera óbreyttur flokksmaður. En þegar hann féll í Ísafjarðarsýslu, lá hann 3 ár í sárum án þess að v vilja vinna fyrir flokkinn. Kannske hv. þm. N.-ísf., VJ, hefði t. d. viljað taka að sér forstöðu Dagsbrúnar? Hún var boðin Jóni Baldvinssyni, Stefáni Jóh. Stefánssyní, Ingimar Jónssyni, en allt kom fyrir ekki. Þeir vildu ekki taka þátt í starfi flokksins fyrir utan þingið.

Við alþýðuflokksmenn munum láta oss litlu skipta þá menn, sem nú kalla sig þm. flokksins. Þeir eru ekki alþýðufl.menn, heldur svikarar. Við munum halda áfram okkar starfi, en þeir mega fara til þess flokks, sem þeir lúta nú.