26.04.1938
Neðri deild: 54. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 848 í B-deild Alþingistíðinda. (1326)

95. mál, stéttarfélög og vinnudeilur

Frsm. (Bergur Jónsson):

Eins og sést á nál. á þskj. 318 hefir hv. allshn. að vísu skilað sameiginlegu nál. um frv. Þó er nokkur sérstaða innan n., þannig að ég, hv. þm. N.-Ísf., og hv. þm. N.-Þ. viljum samþ. frv., en sjálfstæðismenn í n., hv. þm. Snæf. og hv. 8. landsk., hafa áskilið sér rétt til að bera fram sérstakar brtt. En auk þess hefir n. komið sér saman um brtt., sem prentað,r eru hér með nál. og eru að mestu leyti orðabreytingar og nokkrar lagfæringar á réttarfarsákvæðum frv.

1. og 2. brtt. eru aðeins orðabreytingar; þar sem í frv. er talað um trúnaðarmenn atvinnurekenda, þótti okkur réttara að hafa „fulltrúa“. — Í 21. gr. 1. málsgr. frv. segir, að sáttasemjarar og varasáttasemjarar skuli skipaðir samkvæmt tilnefningu félagsdóms, og til samræmis við það höfum við breytt lokaákvæði gr. þannig, að ef sáttasemjari er dáinn eða óhæfur til starfans. skal ráðh. skipa mann í staðinn „eftir tilnefningu félagsdóms“, en ekki að fenginni tilnefningu“. eins og stendur í frvgr. — Við 22. gr. er sú brtt., að í stað orðanna „verkamanna og atvinnurekenda“ komi: verkamanna eða atvinnurekenda. Er það eingöngu orðalagsbreyting.

Við 51. gr. er gerð breyt. í nál., sem er efnisbreyting á réttarfarsákvæði. Samkvæmt gr. má hirta stefnu með ábyrgðarbréfi, sem er alveg óvenjuleg aðferð og þekkist ekki í réttarfarslögum. En þessu höfum við breytt þannig, að stefnuvottar megi, þegar nauðsyn krefur, birta stefnuna í staðfestu símskeyti, og telst stefnan þá löglega birt. Þetta er gert til þess að tryggja það, að unnt sé að láta stefnda nægilega snemma heyra stefnu. þótt stefnufrestur sé of stuttur til þess, að hægt sé að birta honum stefnuna á venjulegan hátt. — því næst er brtt. nr. 6, sem fjallar um það, að fella burt niðurlagsákvæði 55. gr., sem er á þá leið, að félagsdómur geti úrskurðað aðilja til þess að staðfesta skýrslu sína með eiði. Það er hvergi heimilt í réttarfarslögum, að láta aðilja vinna eið, hvort sem er synjunar eða fyllingar, nema eftir eiðsdómi, og er þá úrslit máls látið velta á eiði, sem unninn er, eftir að dómur hefir fallið. En sú sönnunaraðferð er þó eingöngu notuð, þegar aðrar sannanir þrýtur. Hitt þekkist eigi, að láta aðilja vinna eið undir rekstri máls samkvæmt úrskurði, og ber eigi að taka upp slíka aðferð fyrir félagsdómi frekar en öðrum landsdómum. — Þá er brtt. um að fella niður úr 56. gr. ákvæðið um, að félagsdómur geti „kallað fyrir sig vitni“. En brtt. er einnig til þess að samræma ákvæði frv. í réttarfarslögum, sem eingöngu gera ráð fyrir, að vitnum sé stefnt. Hitt er annað mái, að vitni mætir oft óstefnt, og mun svo verða einnig fyrir félagsdómi, en þá er venja að bóka svo, að vitni mæti óstefnt að tilhlutun dómara. — 8. brtt. er um að fella niður 1. málsgr. 62. gr., þar sem gert er ráð fyrir, að málið heyri undir „sérgreinargerðardóm“. Okkur er ekki kunnugt um, að í lögum hér á landi séu slíkir dómstólar, og þar sem það að öðru leyti ekki raskar efni frv., þá leggjum við til, að sú málsgr. falli niður. — Í 64. gr. er ákvæði um það, að í dóminum skuli ráða afl atkvæða úrslitum, en til viðbótar: „nema öðru vísi sé ákveðið í lögum þessum“. Þetta viðbótarákvæði fellur niður samkvæmt brtt. okkar, enda gefur frv. ekkert tilefni til að halda því ákvæði.

Fleiri brtt. hefir n. í heild ekki orðið sammála um að flytja. Ég geri ráð fyrir því, að vér 3 nm., við framsóknarmennirnir og hv. þm. N.-Ísf., berum ekki fram fleiri brtt., sem verulegu máli skipta. Hinsvegar hafa sjálfstæðismenn í n. borið fram brtt. á þskj. 330. Ennfremur hafa borizt brtt. frá hv. 5. þm. Reykv. og hv. 5. landsk., þ. e. a. s. kommúnistum í hv. þd., á sérstöku þskj., nr. 306. Þá eru og fram komnar allmargar brtt. frá hv. 3. þm. Reykv. á 2. þskj., nr. 222 og 250. Ég ætla að bíða með að gera aths. við þær brtt., þangað til hv. flm. þeirra hafa skýrt þær frá sinni hálfu.