30.04.1938
Neðri deild: 58. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 988 í B-deild Alþingistíðinda. (1353)

95. mál, stéttarfélög og vinnudeilur

*Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti! Hv. þm. V.-Sk. sagði, að ég hefði viljað skipa þann gerðardóm, sem um var að ræða í togaradeilunni, þannig, að tryggt væri, að sjómenn ættu vísan dóm sér í vil. Þetta er alveg rangt, eins og allir muna, sem umr. heyrðu.

Hv. 3. þm. Reykv. fannst það einkennilegt, að hv. þm. N.-Ísf. hefði orðið í þessu máli. Aðrir stæðu því nær, t. d. hv. 3. landsk. þm. o. fl. Hv. 3. þm. Reykv. veit það þó, að hv. 3. landsk. á ekki sæti hér í d., en hann hefir einmitt unnið að samningu þessa frv. Hv. þm. sagði, að hv. þm. N.- Ísf. þekkti lítið til verklýðsmála. Jæja, svo er nú það. Hann sagði, að hann hefði komið á flokksþing 1937 og flutt klofningstill. En hann gleymdi að geta þess, að hann sveikst aftan að sínum samtökum, með því að láta kommúnistana vita, að menn meintu ekkert með þessu og væru til með að ganga í áttina til þeirra, og óþarfi væri að taka samningstilboði Alþfl.

Hv. þm. vítti okkur alþýðuflokksmenn fyrir, að við fluttum till. um að lögbjóða till. sáttasemjara sem kaup sjómanna til þess að forðast gerðardóminn. Hann veit það eins vei og kommúnistarnir, að samskonar till. greiddu kommúnistarnir í danska þinginu atkv., en sú till. var um að lögfesta kaup í stað gerðardóms. Hve marga sjómenn fékk svo þessi hv. þm., HV, með sér, þegar hann fór sjálfur á stúfana með allt sitt Dagsbrúnarveldi og bauð sjómannafélaginu sína aðstoð? Hann fékk 11, og sýnir það fylgið, sem hv. þm. hafði í þessu máli í sjómannafélaginu. Þessu gleymdi hv. þm. líka að segja frá. — Annars er það um brtt. þm. að segja, að þrjár af þeim skipta máli í sambandi við frv. Ein af þeim er um að vernda eignir og sjóði félaganna, og önnur er um meira öryggi fyrir trúnaðarmenn félaganna. Hv. 3. þm. Reykv. neitaði að láta tvær af þessum till. biða til 3. umr., þó að hann vissi, að verið væri að semja við Framsfl. um að fá endurbætur á þessum ákvæðum. Þriðja brtt. er um, að ekki verði aðeins bannaðir „strækubrjótar“ innan samtakanna, því að það er aðeins önnur hlið málsins, en hannað og látið varða vitum, að atvinnurekendur reyni að fá menn til þess að vinna, þegar vinnustöðvun stendur yfir. Það hefði ég kosið, að næði til allra manna í starfsgreininni. Þetta er eina till., fyrir utan hinar tvær, sem hefir þýðingu til bóta. Hinar till. eru tilraun til þess að hrófla við efni frv. Hv. þm. segir, að bannað sé að setja taxta eftir frv. Hann veit, að þetta er ósatt. Það er heimilt eftir sem áður. Hann segir, að skyndiverkföll séu bönnuð. Hann veit, að það er ekki satt. Með skipun trúnaðarmannaráðs, sem ákvæði er um í l., er félögunum í sjálfsvald sett, hvernig þau haga vinnustöðvunum, en það er áskilinn 7 daga frestur, þegar um er að ræða ákvarðanir um vinnustöðvun út af taxta. Hv. þm. segir ennfremur, að pólitísk verkföll séu bönnuð. Það er ekki rétt. Pólitísk verkföll eru í fyrsta skipti leyfð á Íslandi, ekki öll að vísu, en mestur hluti þeirra. Að vísu eru í þessu frv. bannaðar aðgerðir, sem geta þvingað stjórnarvöldin til þess að gera það, sem þau mega ekki gera, eða að láta ógert það, sem þeim er skylt að gera. En þetta er engin breyt. frá því, sem er nú í l. Þess vegna krafðist hv. þm. aðgerða í benzínverkfallinu. En mótmæli gegn lagasetningu þingsins eru leyfð, ef frv. er gert að l. Hv. þm. sagði, að Rússar hefðu gert pólitískt verkfall 1905. Ég man ekki betur en að það hafi verið skotið á þá fyrir framan Vetrarhöllina. Hv. þm. sagði ennfremur, að alþýðusamtökin dönsku hefðu gert pólitískt verkfall 1922. Það er ekki rétt. Það var gert gegn aðgerðum, sem ekki voru bundnar af l., sem þá var um að ræða.

Hæstv. forseti gefur mér merki um, að tíminn sé á þrotum, og verð ég að hlíta því, en eitt atriði langar mig þó til að minnast á að lokum. Hv. þm. sagði eitt í lok ræðu sinnar, sem ekki má ómótmælt standa. Hann sagði, að 1. maí mundu Alþfl. og Kommfl. sameiginlega minnast þess dags. Þetta er rangt og ósatt. Alþfl. mun í dag, því að 1. maí er byrjaður, eins og hann hefir gert, síðan hann var stofnaður, minnast þessa dags innan samtaka sinna og vébanda. Í dag minnist hann sérstaklega tvenns. Hann minnist í fyrsta lagi síns fallna foringja, Jóns heitins Baldvinssonar, sem nú í fyrsta skipti getur ekki tekið þátt í hátíðahöldunum með okkur. Hitt er eining alþýðunnar innan alþýðusamtakanna íslenzku, sem nú er verið að reyna að kljúfa af mönnum, sem eru út sendir af kommúnistum og sjálfstæðismönnum. Alþfl. tekur upp kröfuna um einingu alþýðunnar og heldur sinn dag 1. maí. Það sýnum við öll, alþýðuflokksmenn og konur, við hátíðahöldin í dag. Gleðilega hátíð!