06.05.1938
Neðri deild: 66. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1035 í B-deild Alþingistíðinda. (1399)

124. mál, ellistyrktarsjóðir sveitar- og bæjarfélaga

*Frsm. (Bergur Jónsson):

Eins og sjá má á grg., er hér um að ræða breyt. á l. til samræmis við tryggingarl. þau, sem gengu í gildi í vetur. Þar er ákveðið, að fé ellistyrktarsjóðanna skuli flytjast til lífeyrissjóðs Íslands og ávaxtast þar. Nú er féð í söfnunarsjóði Íslands, og kemur það því í bága við 18. gr. söfnunarsjóðsl., ef féð er nú tekið út úr aðaldeildinni og flutt í útborgunardeildina, eins og frv. gerir ráð fyrir, en þetta er þó nauðsynlegt að gera, vegna ákvæða tryggingarl., og er í samræmi við þau l. Söfnunarsjóði er heimilt að greiða féð með tryggum skuldabréfum, svo sem í frv. getur. — Allshn. hefir lagt til, að frv. verði samþ. með einni þýðingarlitilli breyt. og lítils háttar niðurfellingu úr 1. gr.