06.05.1938
Neðri deild: 66. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1037 í B-deild Alþingistíðinda. (1419)

107. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Vilmundur Jónsson):

Allshn. hefir athugað frv. og orðið ásátt um, að ástæða sé til að breyta sveitarstjórnarl. svo, að undantekning sé gerð frá ákvæðum alþingiskosningal. um, að þeir, sem eru í kjöri, megi ekki sitja í kjörstjórn. Hinsvegar vill n. ekki gefa mönnum of mikið undir fótinn með þetta, þannig að orðið geti að almennri reglu, að frambjóðendur sitji í kjörstjórnum. Vill n., að ekki sé gripið til slíks, nema sérstök þörf knýi til. Í samræmi við það leggur n. til, að gr. sé breytt þannig að frambjóðendur megi aðeins eiga sæti í kjörstjórn, ef það sætir ekki ágreiningi í hlutaðeigandi hreppsn.