10.05.1938
Efri deild: 70. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1038 í B-deild Alþingistíðinda. (1430)

107. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Árni Jónsson):

Eins og kunnugt er, eiga sveitarstjórnarkosningar að fara fram í sveitum um land allt nú í vor, og má búast við, að víðast hvar noti sveitarfélögin þá heimild, sem nú er í l. um hlutfallskosningar í sveitarstjórnir. Af því leiðir, að búast má við, að fram komi allmargir listar og á hverjum lista verði a. m. k. 10 menn að meðaltali. Nú telja fróðir menn, að afleiðing þessa geti orðið sú, að hörgull verði á mönnum til að sitja í kjörstjórnum í hreppum. Þess vegna er þetta frv. fram komið, og er efni þess það, að undanskilja sveitarstjórnarkosningar frá þeim ákvæðum l. um alþingiskosningar, að frambjóðendur megi ekki sitja í kjörstjórn. Nd. gerði þá breyt. á frv., að nú er það þannig, að við kosningar í hreppum megi frambjóðendur eiga sæti í kjörstjórn, ef það sætir ekki ágreiningi í hlutaðeigandi hreppsnefnd. N. mælir með, að frv. verði samþ.