09.04.1938
Neðri deild: 45. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1044 í B-deild Alþingistíðinda. (1464)

32. mál, lífeyrissjóður ljósmæðra

Bjarni Ásgeirsson:

Það er ofurlítil skýring, sem ég vil biðja hv. þm. N.-Ísf. um. Mér skildist á honum, að nú ætti að tryggja með l. þessum, að ljósmæður. sem nú þegar hafa eftirlaun samkv. ákvæðum fjárl. eða samkv. ljósmæðralögunum, ættu að njóta eftirleiðis þess sama og þær hafa haft. Án þess .að ég hafi þó farið nákvæmlega út í frv., virðist mér, að til þess að tryggja þetta þurfi að bæta í 9. gr. á eftir ákvæðinu „úr ríkissjóði“ þessum orðum: „eða samkvæmt ákvæðum ljósmæðralaga“. Ég vildi aðeins óska upplýsinga frá hv. þm. N.-Ísf. um þetta atriði.