09.04.1938
Neðri deild: 45. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1045 í B-deild Alþingistíðinda. (1467)

32. mál, lífeyrissjóður ljósmæðra

Vilmundur Jónsson:

Ég held það hafi ekki verið alveg rétt skilið hjá hv. þm. Ísaf., að lifeyrissjóðurinn taki að sér hl. ríkissjóðs af þeim eftirlaunum, sem nú hafa verið ákveðin með ljósmæðralögunum. Sjóðurinn verður að taka að sér allar eftirlaunagreiðslurnar samkv. reglum þessara laga. Hvað mikið það er, veit ég ekki, en ég geri ráð fyrir, að þeir, sem hafa reiknað þetta allt saman út, hafi athugað það.