09.04.1938
Neðri deild: 45. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1045 í B-deild Alþingistíðinda. (1469)

32. mál, lífeyrissjóður ljósmæðra

Pétur Ottesen:

Ég býst við, að það sé full ástæða til að athuga ákvæði 9. greinar fyrir 3. umr. með tilliti til þeirra ljósmæðra, sem nú þegar hafa látið af störfum eða gera það fyrir 1. jan. 1940, og ekki hafa verið teknar upp á fjárlög með einhvern sérstakan styrk þar. Ég vænti þess að mega eiga samvinnu við hv. 1. flm. um að athuga þetta fyrir 3. umr.