06.05.1938
Neðri deild: 66. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1069 í B-deild Alþingistíðinda. (1535)

47. mál, laun embætissmanna

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

1. gr. frv. er orðuð á þá leið, að við veitingu læknishéraða, sem í eru færri en eitt þúsund íbúar, aðrir en þeir, sem eiga jafnframt rétt til læknisvitjunar í önnur héruð, er ráðh. heimilt að ákveða, að launin skuli þegar frá upphafi greiðast með fullri aldursuppbót, og brtt. á þskj. 56 er orðuð í samræmi við þetta, svo mér sýnist, að samkv. orðanna hljóðan eigi þetta einungis við þá presta og lækna, sem fá embætti eftir að þetta verður að l., en gildi ekki viðvíkjandi þeim, sem fengið hafa veitingu áður. Ég vildi spyrja, hvort þetta er réttur skilningur og hvort upplýsingar hv. 1. þm. Rang. eru miðaðar við þennan skilning, eða að þeir, sem þegar sitja í embættum, fái einnig full laun eftir að l. öðlast gildi.