07.05.1938
Neðri deild: 67. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1071 í B-deild Alþingistíðinda. (1543)

47. mál, laun embætissmanna

*Emil Jónsson:

Hv. 1. þm. Rang. og ég höfum borið fram brtt. á þskj. 462, sem fer í þá átt, að orðin „utan kaupstaðanna“ í 2. gr. falli niður.

Í frv. er gert ráð fyrir, að við veitingu prestakalla sé heimilt að ákveða, að launin skuli þegar frá upphafi greiðast með fullri aldursuppbót. En þarna hafa verið undanskildir þrír prestar, sem eru mjög nálægt sínu lágmarki. Okkur finnst þetta óréttlátt og leggjum því til, að þessu verði breytt. Það eru aðeins þrír prestar, sem hér er um að ræða, presturinn í Hafnarfirði, presturinn á Norðfirði og annar af þeim prestum, sem kallaðir hafa verið hingað til Reykjavíkur. Það hefir verið á það bent, að aukatekjur þessara manna væru þeim mun meiri en sveitaprestanna, en þessu er tæplega til að dreifa, þar sem þær munu ekki nema á annað þús. kr. En það er dýrara að lifa í kaupstöðum en í sveit, og auk þess er ýmislegt annað, sem réttlætir þetta, eins og það, að þeir eru húsnæðislausir af hálfu þess opinbera og verða því að greiða háa húsaleigu.

Ég skal svo ekki fara frekar út í þetta, en vænti þess, að hv. þm. taki brtt. vei og að hún verði samþ.