07.05.1938
Neðri deild: 67. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1072 í B-deild Alþingistíðinda. (1546)

47. mál, laun embætissmanna

Einar Olgeirsson:

Ég skal vera mjög stuttorður. Ég vildi bara bera fram smábrtt. í sambandi við frv., sem ég vildi biðja hæstv. forseta um að leita afbrigða fyrir. Ég fyrir mitt leyti var á móti þeirri afgreiðslu á þessu máli, sem varð hér við 2. umr., og til þess að lengja ekki neitt umr., vildi ég aðeins leggja til, að 2. gr. frv. yrði felld burt, og legg fram brtt. um það.