23.02.1938
Sameinað þing: 4. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í B-deild Alþingistíðinda. (16)

1. mál, fjárlög 1939

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Samkv. venju mun ég nú við 1. umr. fjárlfrv. fyrir árið 1939 gefa yfirlit yfir afkomu ársins, sem leið. Verður í því sambandi að hafa sama fyrirvara og áður, að tölur þær, sem reiknað er með, kunna að breytast nokkuð við endanlegan frágang reikninga, en óhætt er að treysta því, að þær breytingar verða ekki verulegar, eins og reynsla undanfarinna ára gefur glögglega til kynna.

Ég mun þá fyrst lesa rekstraryfirlit ríkissjóðs fyrir árið 1937, því næst yfirlit um eignabreytingar, og að lokum yfirlit yfir skuldir ríkissjóðs í ársbyrjun og árslok, ásamt skýringum, sem snerta endanlega fjárhagsafkomu ársins.

Eins og rekstraryfirlitið ber með sér, þá hefir árið 1937 orðið allmiklu betra tekjuár fyrir ríkissjóð en árið 1936. Má fullyrða, að tekjur ríkissjóðs hafa reynzt eins og búizt var við. Heildartekjur á rekstrarreikningi hafa reynzt um 18 millj. kr., en voru áætlaðar tæpar 16 millj. kr., og hafa því farið 2 millj. kr. fram úr áætlun. Að vísu nemur það því allverulegri fjárhæð, sem tekjurnar hafa farið fram úr áætlun, en þó sízt meiri en oft áður, þótt hin síðari ár hafi að þessu leyti ekki reynzt eins vel og stundum áður.

Tekjur af sköttum og tollum hafa orðið um 13,860 millj. kr., en voru áætlaðar kr. 12,6 millj. Tekjur, umfram áætlun hafa því á þessum lið numið kr. 1,26 millj. kr., eða réttum 10% áætlaðra skatt- og tolltekna. Er það í raun og veru ekki meira en telja verður alveg nauðsynlegt, ef tekjur ríkissjóðs eiga að heitu varlega áætlaðar. Heildartekjur ríkissjóðs af sköttum og tollum árið 1936 námu kr. 12,338 millj., eða því nær sömu fjárhæð og áætlaðar voru tekjur ríkissjóðs 1937 af þessum liðum. Hafa því skatt- og tolltekjurnar reynzt nú rúmlega 10% hærri en árið 1936.

Um einstaka liði er þess helzt að geta, að aðflutningsgjöldin bera uppi þá hækkun, sem orðið hefir. Verðtollurinn hefir orðið 378 þús. kr. hærri en áætlað var, tóbakstollur um 290 þús. kr. hærri, og áfengistollurinn 226 þús. kr. umfram áætlun. Þá hefir útflutningsgjald einnig farið kr. 220 þús. fram úr áætlun. Þetta er allt eðlileg afleiðing af auknu inn- og útflutningsverðmæti, sem aftur stafar aðallega af þeirri verðhækkun, sem orðið hefir erlendis á árinu, og nánar mun drepið á í sambandi við viðskiptin við útlönd. Aftur á móti hafa aðrir skattar lítið farið fram úr áætlun. Tekju- og eignaskattur og hátekjuskattur hafa ekki náð þeirri upphæð, sem til var ætlazt, enda eru þeir skattar miðaðir við tekjur manna árið 1936, sem var yfirleitt rýrara tekjuár en árið 1937.

Tekjur af ríkisstofnunum hafa farið hlutfallslega meira fram úr áætlun en tekjur af tollum og sköttum. Hefir svo oft verið, enda þær tekjur varlegar áætlaðar í fjárlögunum en aðrar tekjur. Samtals hafa þessar tekjur farið 860 þús. kr. fram úr áætlun. Munar þar mest um umframtekjur áfengisverzlunarinnar 600 þús. kr. Þá hafa viðtækjaverzlunin og ríkisútvarpið gefið 100 þús. kr. meiri tekjur en búizt var við, og tóbakseinkasalan hagnazt kr. 81 þús. meira en áætlað var. Allar hafa ríkisstofnanirnar nema landssmiðjan gert heldur betur en að skila í ríkissjóð áætlunarupphæð fjárlaganna.

Verður að telja, að ekki sé nein ástæða til óánægju yfir tekjum ársins 1937, og vil ég þá jafnframt taka það fram, að þetta er í raun og veru eina árið af þeim þremur heilu árum, sem núverandi stj. hefir farið með völd sem tekjurnar hafa reynzt fyllilega eins og Alþingi og ríkisstjórn hafði gert ráð fyrir við frágang fjárlaga og skattalaga.

Eins og rekstranyfirlitið ber með sér, þá hafa útgjöld ríkissjóðs á rekstrarreikningi farið töluvert fram úr áætlun, eða um 2,3 millj. kr. Eru það hærri umframgreiðslur en á árinu 1936. Þá voru umframgreiðslur 1,53 millj. kr. Hinsvegar hafa umframgreiðslur síðasta árs orðið því nær jafnar umframgreiðslum ársins 1935.

Gjöld ársins 1937 hafa farið nálægt 151/2 % fram úr áætlun ársins, 1936 nálægt 101/2 % og 1935 um 16%, allt miðað við áætlun fjárlaganna og endanlega niðurstöðu útgjalda á rekstrarreikningi. Ef þessar umframgreiðslur eru síðan bornar saman við umframgreiðslur undanfarinna ára, kemur í ljós, að þótt hér sé um verulegar fjárhæðir að ræða, eru þær mun lægri en áður hefir tíðkazt yfirleitt, og enda þótt um framgreiðslur 1937 séu um 151/2%, miðað við áætlun fjárlaganna, þá eru það samt hlutfallslega minnstu umframgreiðslur, sem orðið hafa undanfarin 12 ár, þegar frá er talið árið 1936.

Yfirlit um rekstrarafkomu;

T e k j u r:

Fjárlög

Reikningur

2. gr.

1.

Fasteignaskattur

400000.00

410500.00

„ –

2.

Tekju- og eignarskattur

1550000.00

1677725.00

„ –

3.

Hátekjuskattur

200000.00

„ –

4.

Lestagjald af skipum

50000.00

52500.00

„ –

5.

Aukatekjur

620000.00

571624.00

„ –

6.

Erfðafjárskattur

50000.00

66710.00

„ –

7.

Vitagjald

440000.00

422442.00.

„ –

8.

Leyfisbréfagjöld

25000.00

30718.00

„ –

9.

Stimpilgjald

500000.00

529956.00

„ –

10.

Stimpilgjald af áv. og kv.

100000.00

88323.00

„ –

11.

Bifreiðaskattur

370000.00

771324

„ –

12.

Benzínskattur

250000.00

„ –

13.

Útflutningsgjald

650000.00 .

871960.00

„ –

14.

Áfengistollur

1000000.00

1226668.00

„ –

15.

Tóbakstollur

1200000.00

1491567.00

„ –

16.

Kaffi- og sykurtollur

1100000.00

1146954.00

„ –

17.

Annað aðflutningsgjald

80000.00

71376.00

„ –

13.

Vörutollur

1450000.00

1485930.00

„ –

19.

Verðtollur

1200000.00

1578393.00

„ –

20.

Gjald af innfluttum vörum

750000.00

943447.00

„ –

21.

Gjald af innl. tollv. o. fl.

400000.00

487151.00

„ –

22.

Skemmtanaskattur

120000.00

135915.00

„ —

23.

Veitingaskattur

100000.00

80288.00

14141471.00

12605000.00

280000

- Endurgr. tollar og innheimtulaun

13861471.00

3. gr.

A.

Ríkisstofnanir:

„ –

1.

Póstmál

15860.00

24000.00

„ –

2.

Landssíminn

500000.00

531000.00

„ –

3.

Áfengisverzlun .

1300000.00

1900000.00

„ –

4.

Tóbakseinkasala

600000.00

684000.00

„ –

5.

Ríkisútvarp og viðtækjaverzl.

70000.00

176000.00

„ –

6.

Ríkisprentsmiðjan

60000.00

55000.00

„ –

7.

Ríkisvélsmiðjan

10000.00

„ –

8.

Reykjabúið.

4000.00

10600.00

„ –

9.

Bifreiðaeinkasalan

75000.00

89300.00

„ –

10.

Raftækjaeinkasala

75000.00

89400.00

„ –

11.

Grænmetisverzlun

30000.00

3589300.00!

Rekstrarhalli Vífilsstaðabúsins

4100.00

5000.00

— Kleppsbúsins

2100.00

5000.00

6200.00

3583100.00

3583100.00

3. gr.

B.

Tekjur af fasteignum

20450.00

20000.00

4. —

Vaxtatekjur

507070.00

488000.00

5. —

Óvissar tekjur

50000.00

73555.00

Samtals kr.

15902380.00

18026126.00

Gjöld:

Fjárlög

Reikningur

7.

gr.

Vextir

1522000.00

1754642.00

8.

Borðfé Hans Hátignar

60000.00

60000.00

9.

Alþingiskostnaður

225920.00

327500.00

10.

–l.

Ráðuneytið, ríkisféhirðir

277746.00

317645.00

10.

–II.

Hagstofan

64700.00

65029.00

10.

III.

Utanríkismál

143000.00

109849.00

11.

A.

Dómgæzla, lögreglustjórn

1463750.00

1289620.00

11.

–B.

Sameiginlegur embættiskostnaður

284000.00

322950.00

12.

Heilbrigðismál

774178.00

1010842.00

13.

– A.

Vega mál

1572852.00

1907454.00

13.

– B.

Samgöngur á sjó

618000.00

710100.00

13.

– C.

Vitamál og hafnargerðir

636450.00

670286.00

14.

Kirkjumál

378120.00

383314.00

14.

– B.

Rennslu mál

1641567.00

1856979.00

15.

Til vísinda, bókmennta og lista

216160.00

221912.00

16.

Almenn styrktarstarfsemi

3168050.00

3070231.00

17.

Til verklegra fyrirtækja

1544000.00

1429012.00

18.

Eftirlaun og styrktarfé

336683.00

349505.00

19.

Til óvissra útgjalda

100000.00

263372.00

14858046.00

16294372.00

Heimildarlög

5809.00

Þingsályktanir

166700.00

Væntanleg fjáraukalög

10577.00

Sérstök lög

674240.00

17151669.00

Tekjuafgangur

1044334.00

874457.00

Samtals kr.

15902380.00

18026126.00

Þá skulu hér taldar helztu umframgreiðslur 1937.

Vaxtagreiðslur hafa reynzt um 230 þús. kr. hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir, og eru þær lítið eitt hærri en þær voru 1936. Ástæðan til þessarar hækkunar er fyrst og fremst sú, að þótt skuldir ríkissjóðs hafi farið lækkandi á árinu, eins og síðar mun á drepið, þá gengur breytingin á skuldum ríkissjóðs í þá átt, að föstu lánin lækka, en lausaskuldir hafa hækkað, og vextir af þeim eru nokkru hærri en af hinum föstu lánum. Vaxtagreiðslurnar hafa því farið lítið eitt hækkandi, miðað við LR. 1936, en ástæðan til þess, að sjálf umframgreiðslan nemur þessari fjárhæð, er sú, að þegar fjárlögin fyrir árið 1937 voru undirbúin, snemma á árinu 1936, var gert ráð fyrir meiri skuldalækkun 1936 og 1937 en raun hefir á orðið.

9. gr. fjárlaganna, alþingiskostnaður, hefir farið fram úr áætlun um liðlega 100 þús. kr. Stafar það af því, að Alþingi kom saman tvisvar árið 1937, og hlaut því kostnaðurinn að verða meira en fjárlög ráðgerðu. Samanlögð útgjöld á 10. gr., vegna stjórnarráðsins, hagstofunnar og utanríkismála, hafa aðeins farið 16 þús. kr. fram úr áætlun. Er sú upphæð svo lág í samanburði við fjárveitinguna, að ég sé ekki ástæðu til að fara frekar orðum um hana. Umframgreiðslur á 11. gr. A og B hafa orðið 220 þús. kr. Eru þar margir liðir, sem hver um sig hafa farið nokkuð fram úr. Skrifstofukostnaður tollstjórans í Reykjavík, tollgæzla, landhelgisgæzla og ýmsir aðrir smærri liðir. Sé ég ekki ástæðu til að rekja þá sérstaklega, þar sem þeir eru margir, en ekki háar umframgreiðslur á hverjum um sig.

Þá kem ég að 12. gr. fjárlaganna, fjárveitingum til heilbrigðismála. Umframgreiðslur hafa orðið 236 þús. kr., sem er all veruleg fjárhæð, og veldur rekstur sjúkrahúsanna hækkuninni nær eingöngu. Rekstrarhalli þeirra hefir orðið um 235 þús. kr. meiri en gert er ráð fyrir í fjárlögum. Fjvn. hafði að vísu gert þá breyt.

23 Lagafrumvörp samþykkt. Fjárlög 1939 (1. umr.) á fjárlögunum, að hún áætlaði sparnað í rekstri sjúkrahúsanna 1937 10% af útgjöldum þeirra, en hinsvegar verður að segja eins og er, að ekki var bent á neinar leiðir til þess, að sparnaðurinn gæti framkvæmzt, fremur en gert var í sambandi við samskonar sparnaðaráætlun árið 1936. Niðurstaðan hefir nú orðið sú sama og þá, að sparnaðurinn hefir ekki orðið framkvæmdur. Rekstrarhallinn hefir hinsvegar orðið 140 þús. kr. meiri en áætlað var, þótt ekki sé reiknað með 10% sparnaðinum. Halli sjúkrahúsanna hefir reynzt 75 þús. kr. hærri en 1936. Verður að álíta, að sá mismunur geti ekki talizt óeðlilegur, þar sem hann mun að mestu leyti stafa af hækkuðu verðlagi á kolum og öðrum slíkum nauðsynjum. Launabreytingar skilst mér að hafi orðið sáralitlar frá því, sem var árið áður.

Rekstur sjúkrahúsanna er orðinn ákaflega þungur baggi á ríkissjóði og verður að sjálfsögðu tekinn til rækilegrar athugunar af fjvn. þessa þings. Þarf að athuga, á hvern hátt megi þar koma við sparnaði, en hitt er þýðingarlaust, að gera áætlun um sparnað, sem engar leiðir virðast opnar til að framkvæma.

13. gr. A, vegamál, hefir farið verulega fram úr áætlun, eða um 334 þús. krónur. Þar af er að vísu 37 þús. kr. hækkun á þeim vegum, sem lagðir eru fyrir tekjur af benzínskatti, en þar sem eyðslan á þá vegi fer eftir því, hvernig ákveðinn tekjuliður innheimtist, þarf í rauninni ekki að telja slíkt með venjulegum umframgreiðslum, og eru þær því rétt taldar 300 þús. kr. á þessum lið. Viðhaldskostnaður þjóðvega hefir farið 209 þús. kr. fram úr áætlun, tillag til sýsluvegasjóða um 19 þús. kr., framlag til brúargerða um 30 þús. kr., skrifstofukostnaður vegamálastjóra 17 þús. kr., og nokkrir aðrir liðir minna, enda hirði ég ekki að greina það hér.

Eins og allir sjá, þá er það einkum viðhaldskostnaður þjóðveganna, sem veldur þessari miklu umframgreiðslu til vegamála. Hafði þó fjmrn. mjög brýnt það fyrir hlutaðeigendum að reyna að halda viðhaldskostnaðinum innan þess ramma, sem fjárlög ákváðu. Fjárveitingin var kr. 650 þús. Hinsvegar er því haldið fram, að ómögulegt hafi verið að halda þjóðvegunum við fyrir minni fjárhæð árið 1937 en 859 þús. kr. Er hér um gífurlega aukningu viðhaldskostnaðar að ræða, frá því sem áður hefir verið, þrátt fyrir óbreytt kaupgjald. Verður að geta þess, að á þessu á Alþingi sjálft mikla sök, og eiga flestir þm. þar óskilið mál. Rétt um leið og gengið var frá fjárlögunum fyrir árið 1937, voru samþ. hér á Alþingi ný vegalög, sem gerðu að þjóðvegum fjölmarga vegi um land allt, er áður höfðu verið í sýsluvegatölu. Þrátt fyrir þessa stórfelldu breytingu, hækkaði þingið ekkert fjárveitingu til vegaviðhalds frá því, sem var í frv. stjórnarinnar, og var vitanlega miðað við óbreytt ástand í þessum efnum. Samkvæmt upplýsingum frá vegamálastjóra eru það hvorki meira né minna en 70 þús. kr., sem viðhald þessara nýju vega hefir kostað ríkissjóð á árinu 1937. Sýnist mér augljóst, að með núverandi tekjum sínum getur ríkissjóður ekki eytt jafnmiklu fé í þessu skyni og gert hefir verið síðastl. ár. Hlýtur að reka að því fyrr eða síðar, að eitt af tvennu verði að gera: Hækka benzínskattinn, og gangi hækkunin til viðhalds, eða breyta aftur um stefnu í vegamálum og færa aftur í tölu sýsluvega eitthvað af þeim vegum, sem hafa verið teknir í þjóðvegatölu. Ég geri ráð fyrir, að af þessu tvennu munu margir fremur kjósa fyrri kostinn.

Úgjöldin samkvæmt 13. gr. B, til samgangna á sjó, hafa orðið um 83 þús. kr. meiri en fjárlög heimiluðu. Er þetta bein afleiðing af verðhækkun vara til strandferðaskipanna, einkum kola. Þrátt fyrir þetta hefir rekstrarhalli strandferðaskipanna orðið heldur minni 1937 en 1936, enda urðu skipin fyrir óhöppum árið 1936, sem hækkuðu kostnaðinn.

13. gr. C, vita- og hafnarmál, hefir farið fram úr áætlun um kr. 34 þús. Er sú hækkun einungis á rekstri vitamálanna, og gefur ekki nánara tilefni til aths. að sinni, þar sem hækkunin er á mörgum liðum. Hinsvegar mun þetta auðvitað athugað af fjvn.

14. gr. B, kostnaður við kennslumál, hefir farið 213 þús. kr. fram úr áætlun. Hefir það löngum viljað við brenna, að þessi grein færi fram úr áætlun, enda fræðslumálin öll orðin mikið bákn. Hækkun þessi umfram áætlun er á mjög mörgum liðum, og get ég ekki farið hér að rekja það til hlítar, en tveir stærstu liðirnir eru barnakennaralaun, sem hafa reynzt 100 þús. kr. umfram áætlun, og rekstrarstyrkur gagnfræðaskóla, sem er 36 þús. kr. hærri en fjárlög ráðgerðu. Nemendafjöldi í gagnfræðaskólum hefir farið mjög vasandi, og þar af leiðandi útgjöld ríkissjóðs, því að eins og kunnugt er greiðir ríkissjóður styrk til skólanna í hlutfalli við nemendafjölda.

Útgjöld samkv. 16. gr., til verklegra fyrirtækja, hafa reynzt um 100 þús. kr. lægri en gert var ráð fyrir. Hafa nokkrir liðir gr. verið svo ríflega áætlaðir, að nokkur afgangur hefir orðið.

Greiðslur samkvæmt 17. gr., til almennrar styrktarstarfsemi, hafa orðið 115 þús. kr. minni en fjárlög ráðgerðu. Stafar þetta af því, að kostnaður við alþýðutryggingar hefir ekki orðið eins mikill og gert var ráð fyrir.

19. gr., óviss útgjöld, hafa orðið 160 þús. kr. hærri en fjárlög ákveða. Sé ég ekki ástæðu til að sundurliða það frekar nú en áður hefir tíðkazt við sama tækifæri. Að sjálfsögðu koma þessar greiðslur sundurliðaðar í LR. Umframeyðsla 19. gr. er mjög svipuð og undanfarin ár.

Nokkrar gr. fjárl. hefi ég ekki nefnt í þessu sambandi. Hafa greiðslur samkv. þeim orðið svo nærri fjárveitingu, að ekki þykir taka því að telja þær upp hér.

Þá eru loks nokkrar greiðslur samkvæmt sérstökum lögum, þingsályktunum og væntanlegum fjáraukalögum. Greiðslur samkv. þingsályktunum hafa numið kr. 166 þús. Aðallega stafa þessar greiðslur af því tapi, er ríkissjóður varð fyrir vegna gengisfalls ítalskrar myntar árið 1936 og kemur fram í reikningum ársins 1937. Nemur hluti ríkissjóðs af þessu tapi tæpum 120 þús. kr. Það hefir svo oft og ýtarlega verið gerð grein fyrir þessu máli opinberlega, að ég sé þess enga þörf hér, en vitanlega er þetta styrkur til fiskimanna, sem áttu Labradorfiskinn, er seldur hafði verið til Ítalíu. Ennfremur hafa verið greiddar 20 þús. kr. vegna athugunar á raflögnum út frá Sogsvirkjuninni, 10 þús. kr. til fiskimiðarannsókna (framlag á móti fiskimálanefnd) og 5500 kr. kostnaður við mþn. í bankamálum. Samkvæmt væntanlegum fjáraukalögum hafa verið greiddar 10557 kr., og eru þar taldar þær greiðslur einar, sem ekki er talin nein heimild frá Alþingi til þess að greiða. Þar af hafa gengið til athugunar um byggingu sementsverksmiðju 4600 kr., og rekstrarstyrkur til húsmæðraskólans á Laugalandi 4600 kr. Þá eru ótaldar þær greiðslur á rekstrarreikningi, sem greiddar eru samkv. heimild í sérstökum lögum, án þess að fjárveiting hafi verið ætluð til þeirra í fjárlögum. Að þessu sinni eru greiðslur þessar ærið háar og hafa orðið ríkissjóði þungar í skauti. Samtals eru þær að upphæð 674240 kr. Þar af eru nokkuð margar smáar greiðslur, sem í raun og veru er ekki ástæða til að gera grein fyrir hér, þar sem þær birtast nákvæmlega sundurliðaðar á sínum tíma, en 3 liðir mynda aðalupphæðina. Er þá fyrst að nefna þátttöku ríkissjóðs í kostnaði af lögreglu Reykjavíkur, ca 10 þús. kr. Á árinu 1937 var lögregluliði Reykjavíkur fjölgað svo, að samkvæmt lögunum um lögreglumenn var ríkissjóði skylt að greiða 1/6 hluta kostnaðar við lögregluna, eftir að fjölgunin hafði verið framkvæmd. Ákvörðunin um aukningu lögreglunnar var tekin eftir að gengið hafði verið frá fjárlögnnum og því ekki reiknað með þessari greiðslu. Annar liður, sem verulega munar um, er framlag til fiskimálanefndar, 135 þús. kr. Þegar þing var rofið á síðastl. vori, hafði ekki verið gerð ráðstöfun til þess að mæta fjárþörf fiskimálanefndar, þannig að n. gæti haldið uppi þeirri starfsemi, sem hún hafði með höndum, unz tóm gæfist til að leysa fjármál hennar til frambúðar. Nú hafa þau verið leyst, en það varð ekki hjá því komizt, að leggja fram fé til starfsemi n. á árinu 1937, og kemur það þá vitanlega sem umframgreiðsla á því ári.

Þá kem ég að þeim liðum, sem mestum erfiðleikum hafa valdið ríkissjóði. Eru það útgjöldin til varnar útbreiðslu sauðfjárveikinnar og kostnaður við ýmiskonar rannsóknir og tilraunir í því sambandi. Heildarkostnaðurinn á árinu 1937 vegna veiki þessarar hefir orðið ca. 740 þús. kr. Eru þá meðtaldar 57 þús. kr., sem greiddar voru til að halda uppi nokkrum verklegum framkvæmdum í þeim héruðum, sem harðast urðu úti vegna veikinnar, umfram það, sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum. En sú fjárhæð er sett í fjárlög ársins 1938 og því eigi talin til útgjalda á reikningi ársins 1937. Að henni frádreginni er kostnaður vegna sauðfjárveikinnar 683 þús. kr. síðastl. ár. 120 þús. kr. af því fé hafa verið endurgreiddar úr Bjargráðasjóði. Það, sem ríkissjóður hefir því beinlínis greitt í þessu skyni, er kr. 560 þús. kr. Samkv. lögum um varnir gegn útbreiðslu veikinnar ber þeim héruðum, sem eigi hafa orðið fyrir veikinni, að endurgreiða ríkissjóði hluta af beinum kostnaði við varnirnar.

Nemur sú fjárhæð, sem ríkissjóður á útistandandi hjá héruðum samkvæmt þessu, 160 þús. kr. kostnaðurinn, sem færður er á rekstrarreikning ríkissjóðs nemur því 402500 kr., en 160 þús. kr. verða færðar sem eign ríkissjóðs hjá hlutaðeigandi héruðum. Hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að hefja innheimtu þessara upphæða, og verður að óreyndu gengið út frá, að þau héruð, sem enn hafa eigi orðið fyrir barðinu á vágesti þessum, greiði fúslega sinn hluta af kostnaði við varnirnar. Verður hann að teljast mjög léttbær, miðað við gagn það, sem þegar hefir af þeim orðið. Talið er, að tekizt hafi að stöðva framrás veikinnar við hinar yztu varnarlinur, a.m.k. norðan- og sunnanlands.

Þá hefir verið gerð ýtarleg grein fyrir umframgreiðslum ársins 1937. Sést þá, að þær eru með tvennu móti: Annarsvegar vegna óumflýjanlegrar verðhækkunar, svo sem aukinn rekstrarkostnaður sjúkrahúsanna og strandferðaskipa ríkissjóðs, og hinsvegar kostnaður vegna ráðstafana, sem engan óraði fyrir, að til framkvæmda kæmu, þegar fjárlög ársins voru samin og samþykkt, t. d. kostnaður vegna sauðfjárveikinnar og gengisfalls lírunnar. Mér þykir í þessu sambandi rétt að vekja athygli á því, að ummæli ýmsra hv. alþm., er þeir hafa viðhaft bæði utan þings og innan, að umframgreiðslur ríkissjóðs stöfuðu aðallega af greiðslu hærri launa en Alþingi gerði ráð fyrir með fjárveitingum, eru gersamlega villandi og röng, eins og samanburðurinn hér að framan hefir glögglega sýnt. Hitt er annað mál, að út af ber um einstök atriði í því efni, og þurfa samtök á Alþingi að eflast sem mest til þess að skapa aðhald í þeim málum.

Samkvæmt rekstrarreikningi er gert ráð fyrir 874000 kr. rekstrarafgangi árið 1937, og er það að vísu um 170 þús. kr. minna en fjárlög ráðgerðu. En þrátt fyrir það er þetta hagstæðasta rekstrarniðurstaða, sem orðið hefir um mörg ár. Ber sérstaklega að minnast í því sambandi hinna mörgu óhappa, sem ríkissjóður hefir orðið fyrir. Nægir að benda á, að ef ekki hefði orðið töp vegna gengisfallsins á Ítalíu og ekki þurft að leggja fram fé vegna mæðiveikinnar, myndi rekstrarafgangurinn hafa orðið um 1,4 millj. kr. eða allmiklu hærri en ráðgert var í fjárlögunum.

Ef við athugum þá þessu næst reikning þann um eignahreyfingar, sem ég las hér áðan, þá sjáum við, að ca. 390 þús. kr. vantar til þess, að allar afborganir af föstum lánum ríkissjóðs séu greiddar af tekjum ársins, — án þess að nokkur ný lántaka færi fram. Afborganir af þeim skuldum, sem ríkissjóður stendur sjálfur straum af, nema 1,35 millj. kr., og af þeim lánum ríkisins, sem aðrar stofnanir greiða, ca. 420 þús. kr. Fastar afborganir af öllum ríkislánum nema því nál. 1.780 millj. kr. Ættu því skuldir ríkisins að hafa lækkað á árinn um ca. 1,400 millj. kr., ef ekki kæmu fleiri kurl til grafar. En í því sambandi ber þess að geta, að ríkissjóður hefir greitt nokkrar upphæðir, sem ekki eiga heima meðal útgjalda í rekstrarreikningi og ekki heldur í yfirliti því um eignahreyfingar, er ég las upp. Þessar greiðslur snerta viðskiptareikninga ríkissjóðs og ýmsra stofnana. Ber fyrst að telja hækkun á varasjóðum ríkisstofnana, 114 þús. kr., þá bráðabirgðalán og greiddar ábyrgðir 122 þús. kr., og að lokum hluta héraða af mæðiveikikostnaði, 160 þús. kr. Samtals nema þessar greiðslur 396 þús. kr. Niðurstaðan verður því sú, að þessi viðskipti hafa þyngt á ríkissjóði um 390 þús. kr. á árinu 1931, og verða þess valdandi að skuldir ríkisins á árinu 1937 hafa eigi lækkað um 1400 þús. kr., heldur rétt um 1 millj kr., eins og skal nánar rakið í yfirliti um breytingar á skuldum ríkissjóðs árið 1937 og yfirliti um skuldirnar í ársbyrjun og árslok.

Inn Eignareikningur 1937. Fjárlög Reikningur

Tekjur samkv. rekstrarreikningi 13902380 18026126

I. Fyrningar 294051 357250

II. Útdráttur bankavaxtabréfa 50000 55000

III. Endurgr. fyrirframgreiðslur 10000 10000

IV. Endurgr. lán og andvirði seldra eigna 100000 90000

Greiðslujöfnuður 82880 390958

16439311 18927334

Út Fjárlög Reikningur

Gjöld samkv. rekstrarreikningi 14858046 17151669

I. Afborganir lána:

1. ríkissjóður:

a. Innlend lán 371969 375835

b. Dönsk lán 326788 327621

c. Ensk lán 448508 448609

2. Landssíminn 204000 204000

1356065

II. Eignaaukning ríkisstofnana:

1. Landssíminn 125000 225000

2. Ríkisprentsmiðjan 20000 20000

3. Ríkisvélsmiðjan 10000

4. ríkisútvarpið 39000

5. Búið á Reykjum í Ölfusi 10600

6. Hlutabr. í Raftækjaverksm. í Hafnarfirði 50000

344600

IlI. Til bygginga nýrra vita. 63000 65000

IV. Lögboðnar fyrirframgreiðslur 10000 10000

16439311 18927331

Skuldaupphæðirnar eru miðaðar við 31. desember 1936 og 1937. Getur orðið lítilsháttar breyting á lausaskuldum við endanlegan frágang landsreikningsins, en ekki ætti það að muna neinu verulegu.

Samkvæmt þessu yfirliti hafa þær skuldir, sem ríkissjóður stendur sjálfur straum af, lækkað um 565 þús. kr., og kemur það heim við þær tölur, sem að framan hafa verið nefndar um rekstrarafkomu og aðrar út- og innborganir. Þá hafa skuldir ríkisins, sem aðrir greiða af, verið lækkaðar um 423 þúsund. Heildarniðurstaðan er því sú, eins og áður segir, að skuldir ríkisins hafa lækkað á árinu um 988 þús. kr., eða nálega 1 millj. kr. Eins og skuldayfirlitið ber greinilega með sér, þá hefir orðið nokkur breyting á skuldunum að öðru leyti. Lausaskuldir hafa hækkað um ca. 730 þús. kr., en lækkunin öll orðið á föstum lánum. Skuld ríkissjóðs við Landsbankann þ. 31. des. 1937 hefir þó hækkað nokkru meira en þessari fjárhæð nemur, og er það vegna þess, að lausaskuld við landhelgissjóð hefir lækkað á móti.

Hagur ríkisins hefir töluvert batnað á árinu 1937, þrátt fyrir óvænt óhöpp, þar sem skuldir hafa lækkað um ca. 1 millj. kr. Einnig hafa eignir nokkuð vaxið, þótt ekki verði gerð grein fyrir því hér sérstaklega. Ýmislegt hefir verið um það rætt af háttv. andstæðingum, að ríkissjóður hafi aukið skuldir sínar við Landsbankann, og það eitt út af fyrir sig talið bera vott um erfiða afkomu. Það væri að vísu æskilegast, eins og ég hefi margsinnis bent á, að unnt væri að greiða samningsbundnar afborganir af skuldum ríkissjóðs án þess að taka lán í því skyni. En þótt þetta sé hið æskilega, þá verða menn að gera sér það ljóst, að á þessu eru miklir erfiðleikar, þar sem afborganir af öllum skuldum ríkisins nema um 1.780 millj. kr. árlega. Ef þetta tækist, svaraði það til þess, að allar skuldir ríkisins væru greiddar á 27 árum. Í fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir, að þetta geti tekizt. Reynslan á eftir að leiða í ljós, hvort það tekst, en fróðlegt er í því sambandi að gefa því gaum, að ef ríkissjóður hefði ekki orðið fyrir hinum óvæntu óhöppum síðastl. ár af völdum mæðiveiki og gengisfalls lírunnar, þá hefði tekizt að lækka skuldirnar um 1,670 millj. kr. Það er rétt, að Landsbankinn á erfitt með að sjá ríkissjóði fyrir lánum til þess að greiða niður aðrar skuldir. Alþingi hefir því heimilað ríkisstjórninni samkv. tillögu hennar að taka innanlands allt að 3 millj. kr. lán.

Samanburður á skuldum pr. 31. des. 1936 og 1937.

1936

1937

Innlend lán

3880240

3504405

Dönsk lán vegna ríkissjóðs

1401150

1073529

Dönsk lán vegna veðdeildar

5698232

5541580

Ensk lán

32421374

31306363

Lausaskuldir

1910276

2648751

Landssíminn.

Erlend lán

1286293

1092748

Innlend lán og lausaskuldir

347269

389460

46944836

45956836

Skuldalækkun

.........

988000

Breytingar á skuldum á árinu 1937:

Afb. af föstum lánum ríkissjóðs

1356000

Afb. af lausaskuldum

170000

1526000

Hækkuð skuld í Landsbanka

856000

Hækkuð skuld í Handelsbanken

53000

Hækkun á lausask. Landssímans

52000

961000

565000

Afborganir greiddar af öðrum en ríkissjóði

423000

Skuldalækkun á árinu

988000

Mun ríkisstjórnin reyna að notfæra sér þessa heimild, þótt það muni að sjálfsögðu verða gert á eigi skemmri tíma en 3 árum.

Fjárlagafrumvarp það fyrir árið 1939, sem hér liggur fyrir til 1. umr., er nálega eins að efni og fjárlög yfirstandandi árs, sem afgreidd voru rétt fyrir áramótin, og sé ég því ekki ástæðu til langra skýringa á því. Engin ástæða var til verulegra breytinga. Ef við athugum þetta frv. og fjárlög yfirstandandi árs í sambandi við niðurstöður ársins 1937, þá sjáum við, að allar tekjur reyndust árið 1937 kr. 18 millj., en eru áætlaðar 17,4 millj. í fjárlagafrv. fyrir 1939 og fjárlögum yfirstandandi árs. Hafa þær því reynzt 600 þús. kr. meiri en áætlað er í frumvarpinu. Nú ber þess að geta, að nýrra tekna var aflað á síðasta þingi, sem ætla má, að nemi 1,5 millj. kr. Verður því að álíta tekjuáætlun fjárlagafrv. og fjárlaga yfirstandandi árs sæmilega varlega. En þess verður að gæta vel, að verðlag er lækkandi, frá því sem var á síðastliðnn ári, og tel ég því að öllu samanlögðu á engan hátt hægt að tefla á tæpara vað um áætlan tekna og gjalda en gert er í frv. eins og það er nú. Það verður ávallt að gera ráð fyrir ófyrirsjáanlegum útgjöldum, þótt reyna verði eftir megni að standa gegn þeim. Það er því ekki unnt að bæta neinum verulegum útgjöldum á frv. þetta til fjárlaga, ef varleg á að vera afgreiðsla þess.

Þá mun ég fara nokkrum orðum um viðskiptin við útlönd og gjaldeyrisverzlunina 1937. Ég hefi að vísu utan þings gert allnákvæma grein fyrir þessum málum. Geri ég ráð fyrir, að hv. alþm. hafi kynnt sér þessa grg., þótt hún væri ekkí ætluð Alþingi sérstaklega, og verð því stuttorðari en ella.

Útflutningur síðastl. ár nam samkvæmt bráðabirgðaskýrslum hagstofunnar 58,8 millj. kr., eða rúmlega 10 millj. kr. meira en 1936.

Innflutningur nam samkvæmt sömu heimildum 51,6 millj. kr., en árið 1936 kr. 41,6 millj. Lætur því nærri, að bæði út- og innflutningur hafi hækkað um 10 millj. kr. síðastl. ár. Viðskiptajöfnuður var hagstæður um 7,2 millj. kr. Þessi innflutningshækkun á ekki rætur að rekja til þess, að slakað hafi verið á innflutningshöftunum, heldur nálega eingöngu til hækkaðs verðlags og farmgjalda. Einnig til aukinna verksmiðjubygginga og aukinnar síldarútgerðar. Er þetta hagstæðasti verzlunarjöfnuður, sem náðst hefir síðan árið 1932.

Ekki hefir tekizt að afla fullkominna skýrslna um hinar svokölluðu „duldu greiðslur“, en talið hefir verið og til þess — bendir óneitanlega margt, að verzlunarjöfnuðurinn hafi undanfarin ár þurft að vera hagstæður um allt að 6 millj. kr., til þess að skuldir þjóðarinnar við útlönd eigi færu vaxandi. En þá eru ekki meðtaldar afborganir af föstum lánum, og ef enginn innflutningur lánsfjár ætti sér stað, þyrfti verzlunarjöfnuðurinn að vera hagstæður um töluvert hærri fjárhæð, ef gjaldeyrisverzlunin ætti að geta gengið án erfiðleika. Þegar tekið er tillit til þess, að árið 1937 var nokkur innflutningur erlends lánsfjár til landsins, þótt hann væri með minnsta móti, ætti ekki vafi á því að leika, að greiðslujöfnuður hefði náðst á síðastl. ári, ef ekki hefðu komið til greina alveg sérstakar ástæður. En eins og alkunnugt er, hafa erfiðleikar gjaldeyrisverzlunarinnar verið mjög miklir árið 1937 og eru enn mjög tilfinnanlegir. Hafa menn almennt varla gert sér grein fyrir, hvernig á þessu stendur, þar sem verzlunarjöfnuðurinn er hagstæðari en áður hefir verið. Eins og ég gat um í yflrliti því um gjaldeyrisverzlunina, sem ég áðan vitnaði til, stafa erfiðleikarnir á þessu ári aðallega af því, að vörusalan til þeirra landa, sem ekki greiða okkur í frjálsum gjaldeyri, hefir orðið ca. 2 millj. kr. meiri á árinu en vörukaup okkar hjá þessum þjóðum, og sú fjárhæð af útflutningsverðmæti því ekki verið greidd til landsins á árinu. Þar við bætist svo, að skuldir bankanna voru í árslok heldur lægri en um næstu áramót þar á undan vegna minnkaðra fiskbirgða. Þetta eru höfuðástæðurnar fyrir því, að þótt verzlunarjöfnuður síðastl. árs væri með bezta móti, hefir gjaldeyrisverzlunin gengið mjög örðuglega.

Samkvæmt yfirliti, sem hagstofan hefir gert um afborganir og vexti á yfirstandandi ári, af föstum erlendum lánum ríkissjóðs, banka, sveitar- og bæjarfélaga og einstaklinga, nema afborganir 4,7 millj. kr. og vextir 3,5 millj. kr., eða samtals afborganir og vextir árlega 8,2 millj. kr., og mun þó fremur vantalið, þar sem mjög er hæpið, að hagstofan hafi fengið upplýsingar um öll smærri lán einstaklinga. Þetta er hærri fjárhæð en þurft hefir að greiða undanfarin ár og kemur það til af því, að nú bætist við afborgun af Sogsláninu og ýmsum öðrum lánum. Er enginn efi á því, að hallinn á „duldu greiðslunum“ fer vaxandi. Ég hefi falið hagstofunni rannsókn á þessu. Niðurstöðutölur liggja þó ekki fyrir ennþá, en mér virðist allt benda til þess, að hallinn á duldu greiðslunum muni nema allt að 10 millj. kr., ef afborganirnar af föstum lánum eru taldar með. Ef verzlunarjöfnuðurinn væri hagstæður um 10 millj. kr., myndu skuldir þjóðarinnar við útlönd þá að sjálfsögðu lækka verulega, eða sem svaraði föstum afborgunum. Ef enginn innflutningur lánsfjár á sér stað, þyrfti verzlunarjöfnuðurinn því væntanlega í framtíðinni að vera hagstæður um ca. 10 millj., til þess að erfiðleikar gjaldeyrisverzlunarinnar færu ekki vaxandi. Hitt er annað mál, hvort kleift er að ná slíkri niðurstöðu að óbreyttu ástandi fiskverzlunarinnar og með því að leggja annað eins fjármagn í uppbyggingu iðnaðarins og gert hefir verið undanfarin ár. Eins og stendur, er mjög þungt fyrir fæti í þessum málum, og a.m.k. ekki minni ástæða til að framkvæma innflutningshöftin stranglega enn verið hefir undanfarið.

Meðalútflutningur þriggja síðustu ára er vegna lokunar saltfisksmarkaðanna 8 millj. kr. lægri að meðaltali á ári en næstu 10 ár á undan. Þrátt fyrir það er verzlunarjöfnuðurinn hagstæður um 3,3 millj. kr. að meðaltali síðustu árin, en ekki nema um 2,5 millj. kr. fyrri 10 árin.

Um nokkur undanfarin ár hefir þjóðin átt við mikla gjaldeyriserfiðleika að stríða, og er ekki um annað meira rætt manna á milli en þau vandræði. Í raun og veru hafa þessir erfiðleikar stöðugt gert vart við sig síðan 1931, þótt fyrst þrengdi verulega að eftir 1934. Þá hefir einnig verið rætt töluvert um ástæðurnar fyrir þessum erfiðleikum. Sökum þess, að áríðandi er fyrir þjóðina alla að gera sér ljósa grein fyrir því, á hvaða leið hún er í þessu efni, og ennfremur vegna þess, að nauðsynlegt er fyrir þá, sem viðskipti eiga við okkur, að eiga aðgang að upplýsingum um þessi mál, vil ég með nokkrum orðum leitast við að gera fyllri grein en áður hefir verið gerð fyrir þróun síðustu 10–20 ára.

Það verður að líta svo á, að alger tímamót hafi orðið í verzlun okkar og viðskiptum, þegar Spánn og Ítalía lokuðu að miklu leyti mörkuðum sínum fyrir íslenzkum saltfiski.

Árið 1934 er síðasta árið, sem nokkurn veginn eðlileg viðskipti áttu sér stað við þessi lönd, og hið nýja tímabil í utanríkisverzlun okkar hefst því með árinu 1935. Árið 1934 seldum við til Ítalíu 16725 tonn af verkuðum og óverkuðum saltfiski. Síðastl. ár seldum við þangað 7576 tonn. Árið 1934 seldum við til Spánar 18589 tonn, og var það þó miklu minna en oft áður, en síðastl. ár seldum við þangað 578 tonn. Árið 1934 seldum við til Portúgals 19546 tonn, en síðastl. ár 12330 tonn. Árið 1934 seldum við til annara landa samtals 9551 tonn, en árið 1937 17896 tonn. Við samanburð þessara talna verður ljóst, að aukning útflutningsins til annara landa en Suðurlandanna þriggja nemur aðeins ríflega þeirri tonnatölu, sem lækkað hefir útflutningurinn til Portúgals. Nærri lætur því, að útflutningslækkun til Spánar og Ítalíu, ca. 27 þús. tonn, hafi orðið án nokkurrar hækkunar á móti. Nemur því lækkunin nærri því heildarfiskafla ársins 1937. Það eru því engar ýkjur, þótt því sé haldið fram, að við þetta hafi skapazt nýtt tímabil í viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Nær því um sama leyti bættist hér við, að Þjóðverjar, ein af aðalviðskiptaþjóðum Íslands, hætti að greiða fyrir útflutningsvörur með frjálsum gjaldeyri, en greiddi í þess stað með vörum.

Til þess að fá sem gleggst yfirlit yfir heildarafkomu þjóðarinnar fyrir og eftir þessa atburði, hefi ég gert samanburð á meðalinnflutningi og meðalútflutningi næstu 10 árin fyrir 1935 annarsvegar og hinsvegar þau 3 ár, sem liðin eru síðan markaðslokanirnar hófust fyrir alvöru. Meðalútflutningur áranna 1925–34, að báðum árum meðtöldum, hefir samkvæmt hagstofuskýrslum orðið 59,9 millj. kr.; en meðalinnflutningur sömu ára 57,4 millj. kr. Hefir því verzl.-jöfnuðurinn þetta tímabil verið hagstæður um 2,5 millj. kr. árlega að meðaltali. Ef við tökum síðan árið 1935–37, þá hefir útflutningur orðið að meðaltali 52 millj. kr. og innflutningur 46,7 millj. Hefir því viðskiptajöfnuður orðið hagstæður um 5,3 millj. kr. að meðaltali þessi 3 ár. Meðalútflutningur seinna tímabilið hefir því orðið nálega 8 millj. kr. lægri á ári en fyrra tímabilið. Þrátt fyrir það hefir verzlunarjöfnuðurinn orðið að meðaltali meir en helmingi hagstæðari, eða 5,3 millj. árlega á móti 2,5 millj. árlega.

Nú kannast allir við það, að á síðara tímabilinu hafa verið miklu meiri gjaldeyriserfiðleikar en á hinu fyrra, en af þessum tölum, sem hér hafa verið birtar, sést það mjög greinilega, að erfiðleikar gjaldeyrisverzlunarinnar síðustu árin, umfram það er áður var stafa ekki af því, að verzlunarjöfnuður hafi verið óhagstæðari en áður. Hann hefir þvert á móti verið verulegum mun hagstæðari. Það liggur í augum uppi, að þar sem verzlunarjöfnuðurinn var ekki að meðaltali árin 1925–34 hagstæður um meira en 2,5 millj. kr., þá hlyti að hafa orðið geysilegur skortur á gjaldeyri á þeim árum, ef ekki hefði átt sér stað mjög verulegur innflutningur lánsfjár. Nú er kunnugt, að mjög hefir verið dregið úr erlendum lántökum undanfarin ár. Hér hefir því gerzt tvennt í senn, meðalútflutningur lækkað um 8 millj. kr., en hinsvegar innflutningur lánsfjár erlendis frá minnkað svo, að erfiðleikar gjaldeyrisverzlunarinnar eru af þeim ástæðum miklu meiri en síðara tímabilið, með ríflega helmingi hagstæðari verzlunarjöfnuð að meðaltali.

Síðustu þrjú ár hefir samkvæmt skýrslum hagstofunnar verið lagt eins mikið í ný iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki og samtals næstu 10 árin á undan. Yfirfærsluörðugleikarnir eiga rót sína að rekja til lokunar saltfisksmarkaðanna, minni innflutnings erlends lánsfjár á siðari árum og hinnar stórkostlegu aukningar arðbærra fyrirtækja síðustu 3 ár.

Þegar fyrirtæki eða einstaklingar gera sér grein fyrir fjárhag sínum, þá er ekki venjan að líta einungis á aðra hliðina, skuldahliðina, heldur þá jafnframt athuguð þau verðmæti, sem aflað hefir verið. Ég hefi oft um það hugsað, að fyrir þyrftu að liggja skýrslur um það, hve mikill hluti innflutningsins færi í raunverulega eyðslu þjóðarinar og hve mikið til þess að skapa eignir og verðmæti, og þá alveg sérstaklega hve mikið væri notað til þess að skapa arðgæfar eignir. Um þetta hafa engar skýrslur legið fyrir, en menn hafa haft það á tilfinningunni, ef svo mætti að orði komast, að á síðari árum væri meira lagt í ný fyrirtæki af ýmsu tagi en áður hefði verið gert. Hefi ég þráfaldlega bent á það, þegar ég hefi birt skýrslur um innflutning til landsins, að sívaxandi hluti af gjaldeyrinum hefir farið til kaupa á vélum og byggingarefni vegna nýrra fyrirtækja.

Ég hefi farið fram á það við hagstofuna, að hún semdi yfirlit um öll þau iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki, sem sett hafa verið á stofn hér á landi síðastl. hálfan annan áratug, og fengi þá jafnframt upplýsingar um, hvenær í þau hefði verið ráðizt og hver hefði verið stofnkostnaður þeirra. Hagstofan hefir nú samið þetta yfirlit, og mun ég birta hér nokkrar niðurstöðutölur til fróðleiks. Að sjálfsögðu eru skýrslur þessar ekki alveg tæmandi, en skekkjur ekki svo verulegar að dómi þeirra, sem að þeim hafa unnið, að heildarmyndin geti raskazt. Í skýrsluna eru tekin öll iðnaðarfyrirtæki, hvort sem þau vinna úr innlendu eða erlendu efni, og framleiðslufyrirtæki, ennfremur aflstöðvar þær, sem byggðar hafa verið, og eru það þó nær eingöngu rafstöðvar. Aftur á móti hafa ekki verið teknar með neinar almennar framkvæmdir, sem ekki geta beinlínis talizt arðgæfar, heldur ekki íbúðarhúsabyggingar, jarðræktarframkvæmdir, eða framkvæmdir á einstökum heimilum í sveitum eða við sjó. Yfirlit þetta nær frá 1920–1931. Þar sem ég mun hinsvegar nota yfirlitið til þess að sýna þróunina í þessum efnum sömu árin og ég hefi rætt hér um að framan, mun ég aðeins taka hér árin 1925–1937. Tek ég þá fyrst árin 1925–34, en það eru 10 árin næstu á undan lokun fiskmarkaðanna. Hefir stofnkostnaður þeirra fyrirtækja, sem áður eru nefnd, orðið þau ár, sem hér segir:

Árið 1925 ........... 1270,1 þús. kr.

— 1926 ............ 830,13 —

— 1927 ............ 704,5 —

— 1928 ............ 2897,8 –

— 1929 ............ 1970,0 —

— 1930 ............ 3936,5 —

– 1931 ............ 1566,2 —

— 1932 ............ 16l7,6 —

— 1933 ............ 2184,5 —

—– 1934 ............ 2932,5 —

eða samtals 19909,7 þús. kr.

Séu síðan tekin árin 1935—37 verður niðurstaðan þessi:

Árið 1935 ............ 8024,3 þús. kr.

— 1936 ............ 5281,5 —

— 1937 ............ 6546,6 —

Samtals 19852,4 þús. kr.

Samkvæmt þessu kemur í ljós, að á síðustu þrem árunum hefir verið varið til allskonar nýrra fyrirtækja, t.d. síldarverksmiðja, mjólkurstöðva, frystihúsa, lifrabræðslna, og síðast en ekki sízt rafveita, nærri því jafnmikilli fjárhæð samtals og varið hafði verið til slíkra fyrirtækja samtals næstu 10 árin á undan, eða að meðaltali á ári um 6,6 millj. síðustu 3 árin, á móti tæpum 2 millj. að meðaltali næstu 10 árin á undan. Þetta sýnir það greinilega, er raunar var vitað áður, þótt það lægi ekki fyrir skjallega, að þrátt fyrir um 10 millj. kr. lægri meðalinnflutning síðustu 3 árin en næstu 10 ár á undan, þá hefir margfalt hærri upphæð af innflutningnum verið varið til arðberandi fyrirtækja. Kemur þá fyrir gjaldeyriserfiðleikunum greinilega í ljós ein ástæðan enn, þar sem mikill hluti þessara fyrirtækja er stofnsettur án erlends lánsfjár, en sum með stuttum erlendum lánum. Undanfarin 3 ár hefir hér gerzt allt í senn, að innflutningur erlends lánsfjár hefir minnkað stórkostlega, frá því sem verið hafði síðustu 10 árin, að útflutningurinn hafði lækkað um 8 millj. kr. að meðaltali á ári frá því, sem hann hafði verið næstu 10 ár á undan, að verzlunarjöfnuðurinn hefir þrátt fyrir það orðið hagstæður um 5,3 millj. kr. á ári, á móti 2,5 millj. áður, og að í ný iðn- og framleiðslufyrirtæki og orkuveitur hefir á þessum 3 síðastl. árum verið varið tæpum 20 millj. kr., eða nærri jafnhárri fjárhæð og samanlagt var varið í sambærileg fyrirtæki næstu 10 árin á undan.

Í ljósi þessara staðreynda verður það ekki furðulegt í augum hugsandi manna, þótt þröngt sé fyrir dyrum í málum þessum. Þessar tölur sýna, að efnahag þjóðarinnar sem heildar hefir áreiðanlega ekki farið hnignandi þessi síðustu ár, og tel ég rétt og sjálfsagt að þess sé getið hér. Hinu mega menn þá jafnframt ekki gleyma, að þrátt fyrir þessar staðreyndir, eða ef til vill réttara sagt vegna þeirra, er gjaldeyrisverzlunin meiri erfiðleikum háð en áður. Verða menn að horfast beint í augu við þá erfiðleika.

Það vantar ekki menn, sem leggja vilja vinnu í að mála ástandið með sem svörtustum litum og svala sér með því móti. En það eru færri, sem benda á skynsamleg úrræði til bóta.

Af framangreindum upplýsingum um þessar gífurlegu fjárhæðir, sem varið hefir verið til þess að byggja upp íslenzkan iðnað og ýms ný fyrirtæki undanfarin ár, verður það ljóst, að þar liggur ein meginorsök gjaldeyrisvandræðanna. Neyzluvöruinnflutningurinn hefir stöðugt farið lækkandi að magni, og honum verður varla komið lengra niður nema með skömmtun. Af gjaldeyrisvandræðum dagsins í dag og atburðum síðustu ára, er hér hafa verið skýrðir, kemur það því berlega fram, að svo framarlega sem ekki gerast miklar breytingar til bóta í útflutningsverzlun okkar nú á næstu mánuðum, þá er ekki hægt að halda áfram uppbyggingu iðnaðarins og annara nýrra fyrirtækja með sama hraða og gert hefir verið undanfarin ár, nema með meiri notkun erlends lánsfjár og lengri gjaldfrestum en fengizt hafa fram að þessu í fjölmörgum dæmum. Ennfremur er sjáanlegt, að gjaldeyris- og innflutningsnefnd hlýtur að þurfa að neita um innflutning til ýmsra framkvæmda, sem einstaklingar eða stofnanir kunna að hafa fyrirhugað. Hjá þessu sé ég ekki, að verði með neinn móti komizt. Er þess þá að vænta, að þeir, sem nú gera sér mest far um að — halda á lofti tíðindum um gjaldeyrisvandræði þjóðarinnar, taki með mestum skilningi þeim ráðstöfunum, sem nauðsynlegt verður að gera til þess að mæta þeim.