09.05.1938
Neðri deild: 69. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1119 í B-deild Alþingistíðinda. (1648)

119. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Frsm. 1. minni hl. (Ólafur Thors):

Úr því að menn eru hér farnir að hæla hver öðrum, vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að taka að svo miklu leyti þátt í því kapphlaupi, að um leið og ég lýsi því yfir, að ég hefi ekki álit á hv. þm. Ísaf., hvorki fyrir kjark né neina aðra mannkosti, tel ég það þó vott um kjark, að þegar hér er til umr. lántaka, sem á sína þörf sumpart í sjálfskaparvífum, sem þeir Kolur og Kroppinskeggi — sósíalista-bitlinga-auðmennirnir valda, þá skuli þessi maður, sem slítið hefir nagtönnunum á ríkisbeinum og æru náungans, standa upp og breiða sig út yfir þetta mál. Ég get látið þetta nægja til andsvara, um leið og ég fel réttdæmi hæstv. forseta, hvort heldur á að kalla þetta kjark eða blygðunarleysi.