09.05.1938
Neðri deild: 69. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1119 í B-deild Alþingistíðinda. (1649)

119. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

*Finnur Jónsson:

Ég skal ekki lengja umr. mikið. — Það er ákaflega gott hjá hv. þm. G.K., ofan á allar þær upplýsingar, sem hann hefir gefið um vandræði sjávarútvegsins, að standa hér upp og segja, að þau vandræði séu öll stjórnarflokkunum að kenna. En það, sem hv. þm. hefir áður sagt um þessi mál, sýnir, að hann segir þetta gegn betri vitund.

Ég ætla ekki að ræða um tennur þessa hv. þm.; ég geri ráð fyrir, að þær verði farnar að eyðast nokkuð mikið, þegar hann verður búinn að skyrpa frá sér öllum Kveldúlfsbeinunum.