10.05.1938
Neðri deild: 70. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1124 í B-deild Alþingistíðinda. (1655)

119. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég sagði áðan í sambandi við þetta mál, að ég teldi hvorki rétt né ástæðu til að gefa neinar yfirlýsingar um, hvar stjórnin myndi leita fyrir sér um gjaldeyrislánið, sem fyrirhugað er. En við höfum náttúrlega heyrt þá skoðun, sem hv. 5. þm. Reykv. hefir á því, en að líkindum breytir það engu, þó að hann taki sína brtt. aftur. En ég álít mjög slæmt, ef slíkt ákvæði sem felst í brtt. yrði sett í lögin. Ég veit ekki, hvort hv. þm. treystir sér til að taka brtt. sína aftur eftir þessi ummæli. Ég álít, ef hann ekki vill taka hana aftur, sé skynsamlegast að fella hana.