06.05.1938
Efri deild: 66. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1140 í B-deild Alþingistíðinda. (1684)

102. mál, skattgreiðsla útgerðarfyrirtækja botnvörpuskipa

Bernharð Stefánsson:

Ég þarf engu að bæta við það, sem frsm. n. bar fram um þetta mál. En til þess að fyrirbyggja alian misskilning. þykir mér ástæða til að taka það fram út af ræðu hv. 1. þm. N.-M., að þegar ég tók þá afstöðu í n. að mæla með þessu frv., með þeim breyt., sem í nál. getur, var ég yfirleitt í fullu samræmi við þann flokk, sem ég tilheyri. Það, sem hv. 1. þm. N.-M. hefir því sagt hér, segir hann algerlega á sína ábyrgð, en Framsfl. sem flokkur er yfirleitt meðmæltur frv., með þeim brtt., sem um getur í nál.