19.04.1938
Efri deild: 49. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1162 í B-deild Alþingistíðinda. (1744)

103. mál, bráðabirgðatekjuöflun fyrir Hafnarfjörð

*Flm. (Bjarni Snæbjörnsson):

Ég vil aðeins leiðrétta þann misskilning, sem ríkir hjá hv. 1. þm. N.-M. í þessu máll. Ég skil ekki, hvaðan hann fær þessa stefnu Sjálfstfl., sem þetta frv. á að bera með sér. Þetta frv. ber ég fram sem þm. Hafnf. að tilhlutun meiri hl. bæjarstj. þar, og sama var að segja um frv. það, er síðast var til umr.; það er einnig borið fram að tilhlutun bæjarstj. Hafnarfjarðar. Meiri hl. hennar er skipaður jafnaðarmönnum og sama er að segja um meiri hl. niðurjöfnunarn. Ég kem aðeins fram sem fulltrúi Hafnarfjarðarkaupstaðar og flyt þau mál, sem bæjarstj. hefir falið mér. Meiri hl. þeirra, sem leggja á útsvör í Hafnarfirði, eru jafnaðarmenn, og ef útsvarsstiginn er vitlaus, þá er það þeirra verk. Aftur á móti eru það sjálfstæðismenn, sem eru í meiri hl. í niðurjöfnunarn. Reykjavíkur. Því er þetta allt misskilningur hjá hv. 1. þm. N.-M. Í Reykjavík ráða sjálfstæðismenn í skattamálum, en í Hafnarfirði ráða jafnaðarmenn þeim, og því er það þeirra stefna, sem kemur fram í þessu frv.