19.04.1938
Efri deild: 49. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1163 í B-deild Alþingistíðinda. (1745)

103. mál, bráðabirgðatekjuöflun fyrir Hafnarfjörð

Bernharð Stefánsson:

Hvort sem það er stefna sjálfstæðismanna eða jafnaðarmanna, sem kemur fram í þessu frv., þá álít ég, að það eigi að fara til annarar n. en stungið var upp á. Þetta mál snertir eingöngu bæjargjöld í Hafnarfirði, og slíkum málum er venjulega vísað til allshn., og vil ég gera það að till. minni. Um það, að frv. er sameiginlegt mál Sjálfstfl. og Alþfl., mætti sitt hvað segja, ekki sízt þar sem það er viðurkennt af flm. sjálfum.