09.05.1938
Efri deild: 69. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1166 í B-deild Alþingistíðinda. (1753)

103. mál, bráðabirgðatekjuöflun fyrir Hafnarfjörð

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Fjhn. ber fram eina brtt. við þetta frv., og er hún afleiðing af þeirri brtt. hennar við frv., sem hér var til umr. næst á undan. Ef svo verður breytt til, að undanþágan frá útsvarsgreiðslu verði aðeins heimild, þá er engan veginn vist, að hún verði notuð, og næði þá ekki nokkurri átt, að Hafnarfjörður hefði þennan nýja tekjustofn, sem hér er um að ræða enda þótt hann notaði sér ekki heimildina. Með þessu frv. er einmitt mælt sem tekjustofni til að bæta upp tekjumissi vegna eftirgefinna útsvara. N. ber fram till. um, að þessu verði breytt þannig, að þessi heimild til Hafnarfjarðarkaupstaðar gildi aðeins á meðan heimildin um niðurfelling útsvaranna er notuð.