09.03.1938
Neðri deild: 18. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í B-deild Alþingistíðinda. (177)

5. mál, ýmis gjöld 1939 með viðauka

*Einar Olgeirsson:

Við hv. 5. landsk. höfum flutt litla brtt. við 4. gr. frv. Það er nú svo komið vegna skemmtanaskattsins, að fyrir félög eins og verkalýðsfélögin er orðið því nær ókleift að ná nokkru inn með því að halda skemmtanir, en af slíku hafa ýmsir styrktarsjóðir þessara félaga haft aðaltekjur sinar. Nú er svo komið, að félögin hafa nær alltaf litlar sem engar tekjur af skemmtunum sínum, og oft beinlinis tap. Skatturinn er nú beinlínis farinn að verka öfugt við tilgang sinn, þegar svo er komið, að menn fara að hætta að halda skemmtanir, jafnvel þó að í góðum tilgangi sé.

Till. okkar fer fram á, að auk leiksýninga, hljómleika og söngskemmtana innlendra manna verði einnig skemmtanir þær, er verklýðsfélögin gangast fyrir, undanþegnar þessari 80% álagningu. Vona ég, að hv. deild taki þessari litlu brtt. okkar vel.