04.05.1938
Efri deild: 61. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1200 í B-deild Alþingistíðinda. (1804)

99. mál, iðnaðarnám

*Erlendur Þorsteinsson:

Herra forseti! Mér þykir rétt, áður en þetta frv. fer til n., að gera nokkra grein fyrir þeirri afstöðu, sem ég, og mér er óhætt að segja Alþfl. í heild, hefir til þessa frv.

Þetta frv. er nú eitt af þeim frv., sem Framsfl. því miður hefir séð ástæðu til að knýja fram í gegnum Alþ., gegn vilja Alþfl. og í samstarfi við aðalstjórnarandstöðuflokkinn, Sjálfstfl., því að með hjálp nokkurra fulltrúa hans í Nd., hefir tekizt að koma því frv., sem hér liggur fyrir, í gegnum þá hv. d. og hingað. Aðalbreyt. frá þeim l., sem gilt hafa um iðnaðarnám, sem eru sett fyrir mjög stuttum tíma og því alls ekki fengin nein veruleg reynsla um, hvernig þau l. muni reynast, er sú, að með þessu frv. er verið að taka ákvörðunarvaldið úr höndum þeirra manna, sem eiga með þessi mál að fara, sem sé sveina og meistara, og færa valdið í hendur hinna pólitísku aðilja, því að með þeirri breyt., sem hér er gerð, eiga iðnn. Alþ. að kjósa þá menn, sem eiga um það að dæma, hvernig námssamningar eigi að vera milli þeirra aðilja, sem þurfa að koma sér saman um þessi mál.

Eftir því sem fram mun hafa komið í umr. í Nd., mun það sérstaklega hafa vakað fyrir flm. þessa frv. að gera þessa breyt. vegna þess, að hann hafi álítið, að stéttarfélögum sveina væri með iðnaðarnámslögunum gefið of mikið vald til þess að koma í veg fyrir það, að hægt væri að fá nýja nemendur inn í iðngreinarnar.

Að vísu mun það rétt, að í einni iðngrein hér í Reykjavík munu ekki hafa verið teknir neinir iðnnemar nú nýlega, og það er hjá rafvirkjum. Hitt er jafnframt vitað mál, að ekki hafa verið gerðar neinar ýtarlegar tilraunir til þess að fá samkomulag á milli aðiljanna, sem hér eiga hlut að máli, sveina og meistara, um það, hvort taka mætti nemendur og hversu marga, og ég er þess fullviss, að ef það væri reynt til hlítar, myndi komast á samkomulag í þessari iðngrein eins og hinum. Það er vitanlega ljóst mál, að það nær ekki nokkurri átt, að breyta l. í þá átt sem hér er gert og taka ákvörðunarvaldið úr höndum þeirra, sem um þessi mál eiga að fjalla. fyrir þá sök eina, að eitthvert missætti hafi komið milli aðiljanna í þessari iðngrein, án þess að reynt hefir verið að koma sáttum á.

Þá er líka annað atriði hér, sem hefir verulega þýðingu. Það er lagt til, að þessir 3 iðnaðarfulltrúar, sem eiga um þessi mál að dæma, skuli vera búsettir hér í Reykjavík, og jafnframt tekið fram, að enginn námssamningur neinsstaðar á landinu skuli vera gildur nema 2 af þessum 3 mönnum skrifi upp á samninginn. Nú er það svo samkv. gildandi l., að þessi samningur er gildur, ef meistarar og sveinar undirrita samninginn og svo viðkomandi lögreglustjóri. Með þessari breyt. getur það orðið útilokað, að í kaupstöðunum utan Reykjavíkur sé hægt að koma að þeim iðnnemum, sem þyrfti, og þar sem iðnráð eru ekki starfandi, fullyrði ég, að þessir 3 menn, sem yrðu pólitískt kosnir, kosnir af iðnn. beggja d. þingsins, hefðu enga aðstöðu, eða a. m. k. ekki eins mikla aðstöðu eins og þarf, til að dæma um það, hversu mikil þörf eða ekki þörf er fyrir iðnaðarnám á hinum ýmsu stöðum úti á landi.

Hv. 1. landsk. drap á það hér áðan, og það er vitað mál, að einmitt þetta iðnaðarnám hefir verið í sumum iðngreinum gersamlega misnotað af meisturunum. Þeir hafa tekið þessa menn, sem áttu að læra hjá þeim, látið þá starfa hjá sér í 3–4 ár fyrir lítið sem ekkert kaup, án þess að kenna þeim eiginlega neitt, en tekið fullt kaup fyrir þá vinnu, sem þessir menn haf, framkvæmt. Þess vegna hefir a. m. k. úti á landi myndazt allstór stétt af mönnum, sem áttu að vera lærðir og áttu að vera færir um, eftir þann tíma, sem þeim var ætlaður til lærdóms, að taka að sér t. d. húsabyggingar og önnur þau störf, sem iðnaðarnám þarf til, en alls ekki voru færir um þetta, að þeim tíma liðnum, sem þeir höfðu lært eða áttu að læra.

Áður en iðnaðarmenn sjálfir tóku í taumana, var þetta þannig, að um leið og meistarar höfðu útskrifað — getum við sagt — þessa menn, tóku þeir nýja menn í starfið og sögðu hinum upp atvinnu, og þessum mönnum, sem búnir voru að vinna í 3–4 ár fyrir lítið sem ekkert kaup, var kastað út í atvinnuleysið á ný. Þess vegna er það ekki nema eðlilegt, að einmitt sveinafélögin taki þetta mál til sérstakrar meðferðar, því að það er vitanlega engin bót á atvinnuleysinu, að á hverjum tíma sé hópur af mönnum, sem vinni fyrir lítið kaup hjá meisturunum, en siðan, þegar þeir séu búnir að fá þetta nám, séu nýir menn teknir í staðinn, en þeir sjálfir hafi ekkert að gera.

Ég geri ráð fyrir því, að þetta frv. fari nú til hv. iðnn., og vitanlega væri það það bezta, sem hægt væri að gera við þetta frv., að það fengi að daga uppi, a. m. k. á þessu þingi, því að ef á að fara að breyta íðnaðarnámslögunum, þá þarf miklu rækilegri og betri undirbúning en þann, sem hér hefir átt sér stað.

Eins og ég tók fram í upphafi míns máls, þá eru þessi l. ekki það komin til framkvæmda ennþá. að hægt sé um það að segja, hvort vert sé að gera breyt. á þeim, og a. m. k. er það álit þeirra manna, sem til þekkja og hafa um þessi mál fjallað, að þær breyt., sem hér liggja fyrir, séu gersamlega óhæfar með öllu. Hitt er annað mál. ef einhver sérstök iðngrein, sem getur tekið á móti nýjum mönnum, ætlar að koma í veg fyrir það, að nýir menn komist að, þá getur komið til aðgerða Alþ. að sjá um, að það verði ekki gert. En mér er ekki kunnugt um, og ég hefi ekki heyrt því haldið fram undir umr., að hér væri um að ræða nema eina einustu atvinnugrein. Ég tel, að ekki hafi verið gert það, sem hægt er, til að fá samkomulag um það mál. og ég tel alveg ófært, þótt einhver misklið hafi komið upp í einni iðngrein, að taka áhrifavaldið af fulltrúum frá öllum hinum iðngreinunum, sem undir þessi l. heyra. Ég vænti þess vegna, að hv. dm. athugi vel þetta mál, áður en það verður tekið til nokkurrar sérstakrar afgreiðslu.