04.05.1938
Efri deild: 61. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1203 í B-deild Alþingistíðinda. (1807)

99. mál, iðnaðarnám

*Erlendur Þorsteinsson:

Herra forseti! Ég skal ekki lengja þessar umr. öllu meira á þessu stigi málsins, vegna þess að þetta frv. kemur til þeirrar n., sem ég á sæti í og er form. í. En út af því,, að hv. 1. þm. Reykv. var að tala um samkomulag í iðnn. Nd., þá vildi ég segja, að það er rétt, að frv. var afgr. til d. með brtt. af iðnn., og undirskrifaði fulltrúi Alþfl. í n., hv. 7. landsk., nál. En jafnframt er það tekið fram, að um aðrar brtt. áskilji nm. sér óbundið atkv. — Mér er það vel kunnugt„ bæði eftir samtali við hann, og eins eftir að hafa hlustað á umr. í d., að hann klauf sig ekki út úr n., af því að hann taldi þær brtt., sem fram komu frá n., til mjög mikilla bóta. T. d. er það tekið fram í brtt. n. við 1. gr., að á þeim stöðum, þar sem félög sveina og meistara í einhverri iðngrein hafi komið sér saman um tölu iðnnema, kaup og kjör, skuli því samkomulagi ekki raskað af iðnaðarfulltrúum. Vitanlega er þetta ákvæði til stórra bóta, og það, sem við viljum, er einmitt það, að fullkomið samkomulag sé á milli þessara beggja aðilja.

Þá vil ég benda hv. 1. þm. Reykv. á, að hv. i. landsk. bar fram, ásamt hv. þm. Ak., sem er tilheyrandi flokki þessa hv. þm., brtt. sem fór í þá átt, að iðnaðarfulltrúar skyldu vera skipaðir af atvmrh., einn samkv. tilnefningu Landssambands iðnaðarmanna, annar samkv. tilnefningu Iðnráðs Reykjavíkur og sá þriðji án tilnefningar. Þessi brtt. ef hún hefði verið samþ., en hún var nú felld, hefði verið til stórra bóta, því að þarna hefðu komið inn fulltrúar frá báðum þeim aðiljum, sem um þessi mái eiga að fjalla, og sá þriðji, sem hefði getað haft úrskurðarvald, tilnefndur af ráðh.

Ég get ekki fallizt á þá skoðun hv. 1. þm. Reykv., að þeir aðiljar megi ekki koma nálægt þessu, sem þarna eiga hagsmuna að gæta, og að þeir. sem við iðnaðinn vinna, séu ekki dómbærir um það, hversu margir nemendur geti verið á hverjum tíma. Ég hygg, að það sé þveröfugt. Ég hygg, að engir ættu að vera eins dómbærir um þetta eins og þeir menn, sem vinna að starfinu. Það getur vitanlega orðið ágreiningur á milli meistara og sveina, en það eru engir aðrir en þessir tveir aðiljar, sem betur vita um þörfina fyrir nýja menn.

Ég hygg, að hv. 1. þm. Reykv. geti við nánari athugun orðið mér sammála um þetta. Það getur vitanlega orðið deila á milli þessara aðilja, en að það séu aðrir frekar dómbærir um þessi mál, það get ég ekki fallizt á.