10.05.1938
Efri deild: 70. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1207 í B-deild Alþingistíðinda. (1817)

99. mál, iðnaðarnám

*Brynjólfur Bjarnason:

Ég þarf ekki langa framsögu fyrir þessum brtt., því að ég var búinn að mæla fyrir þeim þegar við 1. umr. málsins.

Hvað snertir fyrri brtt., þá finnst mér, að hv. þdm. ættu að fallast á hana, þar sem hún fer ekki fram á annað en að lagfært sé ákvæði,, sem sett er í l., en getur ekki gengið eins og það er, sem sé að iðnaðarfulltrúar eigi að rita vottorð sitt á námssamning um, að hann fullnægi þeim skilyrðum, sem þeir koma sér saman um. Á hinn bóginn finnst mér rétt að hafa þetta eins og stendur í núgildandi l., að námssamningur verði að fullnægja þeim skilyrðum, sem félög í iðngreinum koma sér saman um, ef á annað borð þeir samningar eru fyrir hendi. Allir hljóta að fallast á, að nauðsynlegt er, að námssamningur milli meistara og nema sé í samræmi við slíkt samkomulag. Ég trúi því ekki öðru en að hv. d. geti fallizt á að samþ. þessa brtt.

Þá er hin till. mín. Um hana kynni að verða meiri ágreiningur. Hún fer sem sé fram á, að 5. gr. hljóði einfaldlega þannig, að með þessum l. séu úr gildi numin öll lagaákvæði, sem komi í bága við þessi l., þannig að geti enn verið í gildi l5. gr. l. nr. 105 frá 1936, sem sé að það sé skylt, að námssamningur sé áritaður af sveinafélagi, ef það er á staðnum. Ég sé heldur enga ástæðu til að nema úr gildi önnur ákvæði annara l. en þau, sem tvímælalaust koma í bág við þessi l., svo að mér þykir líklegt, að þessi till. verði einnig samþ.