04.04.1938
Efri deild: 40. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 303 í B-deild Alþingistíðinda. (182)

5. mál, ýmis gjöld 1939 með viðauka

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Fjhn. hefir athugað þetta mál, og er það sama um það að segja og öll önnur mál, er fara fram á að framlengja tolla og skatta, sem ríkissjóður hefir haft undanfarin ár, að ekki verður séð, að hann megi missa þá, og leggur n. því til, að frv. verði samþ.

Fjhn. hefir borið frv. saman við núgildandi lög um þetta efni, og er það shlj. þeim að öðru leyti en því, að nú er bætt inn í það, að innheimta einnig aðflutningsgjaldið samkv. l. frá 13. júní 1937, með viðauka, en þó með nokkrum undantekningum, þannig, að viðaukinn virðist ekki ná til annara vara, sem nefndar eru í þeim l., en einkasöluvara, en þegar búið er að undanþiggja aðrar vörur þessum viðauka, þá verður ekki sagt, að breytingin á frv. frá l. sé í raun og veru þýðingarmikil. Fjhn. leggur þó til, að frv. verði samþ. óbreytt; þó hefir einn nm. skrifað undir nál. með fyrirvara, sem hann mun gera grein fyrir.