11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1207 í B-deild Alþingistíðinda. (1822)

99. mál, iðnaðarnám

Einar Olgeirsson:

Brtt. á þskj. 536, sem við kommúnistar berum fram, gengur út á að tryggja það, að svo framarlega að iðnfélag sé til á staðnum eða iðnfélög, þar sem námssamningur er gerður, og hafi þau komið sér saman um það, hve margir nemarnir skuli vera og annað slíkt, þá sé það skilyrði sett iðnaðarmönnum, sem taka nemenda til þess að kenna iðn sína, að iðnfulltrúar riti á námssamninginn vottorð um, að nemandinn fullnægi þeim skilyrðum, sem iðnfélag á staðnum kunna að koma sér saman um að setja um slíka samninga. Það er nú búið að ræða það mikið um þetta mál, að ég held, að ekki þurfi að hafa langar umr. um þetta atriði.

Ég sé, að frv. hefir tekið miklum breyt. til bóta í hv: Ed., og ef þessar brtt. okkar kommúnista verða samþ., þá væri brott numið úr frv. það, sem helzt er í því skaðlegt.

Sama máli er að gegna um 2. brtt. okkar, sem gengur út á að fella niður það úr frv., að sveinafélög missi réttinn til að árita samningana, þannig að ef brtt. okkar verður samþ., hafa sveinafélögin þann rétt. Þetta er til samræmis við fyrri brtt.

Ætla ég svo ekki að orðlengja frekar um þetta.