10.05.1938
Neðri deild: 71. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1237 í B-deild Alþingistíðinda. (1840)

138. mál, mæðiveiki

*Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Ég geri ráð fyrir að framkvæmdastjóri varnanna sé eins kunnugur því og hv. þm. Barð., hvar hætta sé á, að veikin leynist, og ég verð að leggja meira upp úr upplýsingum hans en óskum hv. þm. Barð. Og framkvæmdastjóri segir m. a., að þó að þetta verði samþ., treysti hann sér ekki til að framkvæma það. Hitt er allt annað, að samþ. till. um, að línan skuli vera annaðhvort í Þorskafjörð eða Berufjörð. Ég vil og geta þess, að fyrir þá, sem vilja greiða atkv. með Kollafjarðarlínunni, er miklu betra að samþ. varatill. en aðaltill.