22.04.1938
Neðri deild: 51. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í B-deild Alþingistíðinda. (1890)

34. mál, atvinna við siglingar

*Finnur Jónsson:

Hv. þm. Borgf. hefir komið inn á friðsamlegar umr. um þetta mái með miklum hvalablæstri eins og hans er vandi og talaði sérstaklega um það tómlæti, sem sjútvn. sýndi í þessu máli. Ég hygg. að hv. þm. ætti að vera kunnugt um, að l. um atvinnu við siglingar eru ekki eldri en frá 1936 og voru þá afgr. með einróma meðmælum sjútvn. einmitt í því formi, sem þau hafa nú. 3 af þeim mönnum, sem áttu sæti í sjútvn., eru þar enn. Er því ekki að furða, þó að meiri hl. n. sé ekki ákafur í að fara að gerbreyta þessum l., sem n. öll mælti með fyrir 2 árum síðan, og færa þau að miklu leyti í það horf, sem þau höfðu, áður en mþn., sem starfaði að þessu máli, framkvæmdi sína endurskoðun og lagði fram niðurstöður sínar. Ég fyrir mitt leyti álít, að það þurfi að koma fram einhverjar veigameiri ástæður fyrir nauðsyninni á að breyta þessum 1. svo mjög sem hér er farið fram á, áður en ég get samþ. þær breyt.

Hv. þm. Borgf. vildi telja, að ekkert aukið öryggi væri í því fyrir sjómenn, þó að 2 menn með vélfræðiþekkingu væru um borð í skipunum. Eftir þeirri kynningu, sem ég hefi af þessu máli, þá fullyrði ég, að þetta er rangt. Ég fullyrði einnig, að þetta hljóti að vera talað á móti betri vitund hjá honum, nema hann sé alveg blindur á hagsmuni þeirra manna, sem sjó stunda á Akranesi.

Hann vildi einnig fullyrða, að ekkert öryggi væri í því að fjölga um 2 siglingafróða menn um borð í skipunum. Ef þessi hv. þm. álítur yfirleitt, að eitthvert öryggi sé í því að hafa siglingafræðinga um borð, þá hlýtur hann að viðurkenna, að meira öryggi sé í því að hafa tvo en einn, ef þessi eini maður skyldi forfallast eða þurfa að leggja sig til svefns vegna þreytu eða vosbúðar, eins og oft kemur fyrir í sjóferðum, og sama gildir um vélstjóra. Það er algengt, að sá eini maður, sem var áður skylt að hafa um borð í skipi með vélþekkingu, forfallast, og þá er nauðsynlegt að geta gripið til varamanns. Ég veit ekki til, að kostnaður við að hafa þessa varamenn um borð í skipum sé svo mikill, að það ofþyngi útgerðinni í einu né neinu. Eftir því, sem ég veit bezt, er kostnaðurinn við að hafa þessa vélamenn um borð í skipi um 30 kr. meiri um mánuðinn, Vélamaðurinn vinnur öll hásetastörf um borð í skipinu eins og aðrir hásetar, en fær aðeins örlitla aukaþóknun fyrir að gripa í vélina, fyrir þá kunnáttu, sem hann hefir fram yfir hina hásetana, og ég fullyrði, að sú greiðsla íþyngir ekki útgerðinni, en í þessu felst svo mikið öryggi, að það margborgar sig fyrir útgerðina, að l. séu í því formi, sem þau hafa nú. Um stýrimennina er það vitað, að þeir taka ekki það mikla aukaþóknun fyrir sitt starf, að það borgi sig ekki að hafa menn með slíka þekkingu, ef til skyldi þurfa að taka. Ég fullyrði því, að ummæli hv. þm. Borgf. um, að ekkert öryggi sé í að hafa 2 vélstjóra eða stýrimenn um borð, séu alveg út í loftið, og ennfremur að hvorugt geti haft þann kostnað í för með sér, að það ekki beinlinis borgi sig fyrir útgerðina.

Hv. þm. fullyrti, að vegna þessara l. yrði að skrá á skipin gagnstætt l. Ég veit ekki, hvernig þetta má vera. Ég hefi ekki orðið var við, þar sem ég á heima, að nokkurntíma hafi orðið að skrá skipin ólöglega vegna þessara l. og vil skora á hv. þm. að færa eitthvað fram þessu máli til sönnunar. Mér er kunnugt um, að allajafna er hægt að fá stýrimenn eins og þörf er á, bæði á landróðrarbáta og aðra, og það er tiltölulega létt að öðlast það próf, sem l. gera ráð fyrir að þurfi til þess að vera skipstjóri eða stýrimaður á þeim bátum, sem um ræðir í þessum l.; a. m. k. veit ég, að svo er það á Vesturlandi, að þar eru fleiri siglingafróðir menn enn geta fengið atvinnu. Einnig er mér kunnugt um, að ekki þarf nema 6 vikna nám til að öðlazt rétt til að vera vélamaður á mótorbát, og ég tel að í allflestum verstöðvum sé það mikil námfýsi meðal sjómanna, að þá langi til að koma sér eitthvað áfram og fá eitthvað betri kjör en hásetar hafa, og alltaf eru nógir menn til þess að taka þátt í þessum námskeiðum. Ef þetta er öðruvísi á Akranesi, þá er þar verkefni fyrir hv. þm. að örva menningarþorstann hjá sjómönnunum, heldur en að leggjast á móti, að sjómenn afli sér þessarar nauðsynlegu þekkingar. Væri sæmra fyrir þennan hv. þm. að nota eitthvað af krafti sínum í þá átt heldur en að gera lagabreyt., sem beinlínis verða til að draga úr því, að sjómenn afli sér ofurlítið meiri þekkingar en rétt þarf til þess að vera almennir hásetar.