26.04.1938
Neðri deild: 54. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1285 í B-deild Alþingistíðinda. (1913)

34. mál, atvinna við siglingar

*Frsm. meiri hl. (Bergur Jónsson):

Herra forseti! Ég get verið stuttorður. Ég hefi gert grein fyrir okkar afstöðu í þessu máli. og eins og hv. 5. þm. Reykv. tók fram, þá er málið svo þrautrætt, að menn ættu að vera búnir að átta sig á því. Ég gaf þær upplýsingar að gefnu tilefni frá hv. 5. þm. Reykv. fyrr í umr., að nokkrir úr stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hefðu komið á fund sjútvn. í morgun og rætt um þetta mál við n. En þar með er ekki sagt, að umsögn Sjómannafélagsins liggi fyrir um þetta mál. Við vorum búnir að biðja um hana fyrir langa löngu, en hún hefir aldrei komið, því það hefir enginn fundur verið haldinn í Sjómannafélagi Rvíkur um þetta mál. Ég vil upplýsa þennan hv. þm. um það, að hvernig sem það kann að vera stemmt í þessu máli, þá veit ég það með fullri vissu, að mikill hluti af almennum sjómönnnm og talsvert mikill hluti úr stýrimanna- og vélstjórastétt er sammála þessu frv. Það er þess vegna þýðingarlaus spurning, sem hv. 5. þm. Reykv. kom með áðan um það, hvort heldur ætti að taka tillit til krafna sjómanna eða útgerðarmanna. Spurningin er um það, hvort menn vilji létta óþörfum kostnaði af útgerðinni eða ekki, og hvort menn álíti, að það út fyrir sig sé á nokkurn hátt hættulegt fyrir öryggi skipanna. Það er atriði, sem sjálfsagt er að athuga. Þess vegna vil ég, þó ég álíti sjálfsagt að koma þessu frv. fram, eins og nú standa sakir, af því að ég veit, að það er nauðsynlegt að gera það. fullkomlega taka undir það með hv. 6. þm. Reykv. og hv. þm. Ísaf., að það sé nauðsynlegt að endurskoða l. í heild sinni. Lögin frá 1936 hafa ekki verið í gildi nema á annað ár, svo það er ekki verið að gera breyt. nema frá ástandi, sem gilt hefir aðeins í stuttan tíma. Endurskoðun á l. getur að sjálfsögðu farið fram, þó þessi bráðabirgðabreyt. verði gerð, sérstaklega með það fyrir augum, að hún er nauðsynleg vegna útgerðar smábáta í verstöðvunum við suðvesturland, eins og hv. þm. Borgf. hefir margoft í umr. um þetta mál sýnt fram á.

Hv. þm. Ísaf. var ekki við, þegar ég talaði í fyrra skiptið framan af og vissi því ekki, að ég tók undir tillögu hans um endurskoðun á l. En ég vil ekki gera það með því að samþ. rökst. dagskrána. heldur sjálfstætt. Hv. þm. sagðist krefjast svars af mér um það, hvernig menn gætu öðlazt réttindi til þess að vera skipstjórar og stýrimenn á skipum frá 15-30 smálestir. Ég vil benda hv. þm. á, að það mark er ekki til, því það er frá 15–75 rúmlestir í gr. og skilyrðin eru sett um það í 6. gr. Þessi skip, sem undanþegin eru samkv. 1. gr. frv. okkar, eru eingöngu bátar 30 tonna og minni, sem leggja daglega afla sinn á land. Þegar látar þessir eru notaðir á annan hátt, þá er skylt að fara eftir l. Ég tel líka engan vafa á því, að það myndi vera hægt fyrir duglega menn, sem væru að vinna sér inn þessi réttindi. að komast líka inn á þessa báta, ef þeir jafnframt geta verið liðgengir til fiskiveiða.

Það, sem fyrst og fremst liggur til grundvallar fyrir ákvæðinn í 1. gr. um að undanþiggja báta, sem leggja afla sinn daglega á land, frá því að hafa stýrimann, er það, að í verstöðvunum hér við suðvesturland geta menn alls ekki uppfyllt þetta skilyrði. Það er útlit fyrir, að sumir menn verði að hætta við að gera báta sína út. ef þessu er ekki breytt.

Ég skal játa það með hv. þm. Ísaf., eins og ég sagði áðan, að það væri mjög heppilegt að athuga fyrri gr. frv. í sambandi við síðari gr., um skilyrðin, sem sett eru framan af fyrir því, hvað menn þurfi langan siglingatíma og mikinn undirbúning til þess að fá réttindi, og svo hinsvegar. hvaða kröfur gera eigi til skipa. En þetta frv., sem hér liggur fyrir, fjallar eingöngu um það, hvaða kröfur gera eigi til skipa, og það er ekki hægt á þessu stigi málsins að rugla inn í þetta breyt. á ákvæðunum um hitt atriðið. Það verður að gera við gagngerða endurskoðun á allri löggjöfinni. Þá er sjálfsagt að samræma þetta eins vel og hægt er. En það, sem hv. þm. Ísaf. var að halda fram, að það væri ekki eins hægt, þrátt fyrir þessa breyt., að fá undirbúning til þess að ná réttindum eftir l., þá er alls ekki nein hæfa í slíkri skoðun hjá hv. þm. Hann minntist á einhvern nagla í varðbát og mark, sem gert hefði verið með honum, og sagði hann, að við vildum innleiða nýja skorureglu. Hann veit, að á þessum skipum eiga að vera siglingafróðir menn, því meira að segja á þeim bátum, sem undanþágan nær til. eiga að vera lærður skipstjóri og lærður vélamaður, svo það ætti að vera litil hætta á því, að þeir fari að skrifa eingöngu með nöglum. Annars er það einstakt tilfelli, eins og það eru líka, sem betur fer, fá tilfelli, þar sem tekur út af skipi. Það er sorglegt, þegar slíkt kemur fyrir, enda er það ekki mjög oft. En ef það er vegna þess, að skip eru stödd í vondum sjó, þá eru náttúrlega jafnmiklar líkur til, að þó að annar maður komi að stýrinu, þegar hinn hefir tekið út, þá taki hann líka út. Þetta eru náttúrlega ekki nein rök móti því, að það megi ekki hafa einn siglingafróðan mann við stýri eða við vél, heldur verði að hafa varamenn. Það er ekki meiri trygging fyrir því, vegna þess að alla mennina getur tekið út, ef þannig stendur á.

Það er rétt, að hert hefir verið á l. um eftirlit með skipum og útbúnað skipa, og eins og reynt hefir verið ettir því sem hægt er, að bætt sé úr með veðurfregnirnir, svo þær geti verið sem traustastar og hægt að byggja á þeim.

Hv. 5. þm. Reykv. minntist hér á sparnaðarhlið þessa frv. og vildi gera lítið úr henni. Ég hefi játað það áður, að þetta er ekki stórvægilegt sparnaðarmál fyrir fiskiflotann hér við land, en það er einn liður í því að reyna að spara á flotanum, og þegar það kemur með öðru, þá getur það gert sitt gagn. Hann minntist á vitamál og umr. hér í því sambandi. Ég vil benda honum á, að það er ekki sérstaklega til öryggis fyrir sjómannastéttina, þó ákveðið sé í l., að vitagjöldin renni árlega til vitabygginga, vegna þess, að þeir eru vitanlega reistir eftir þörfum og svo eftir möguleikum ríkisins til þess að byggja þá, og það geta komið fyrir ár, sem varið er meiru til þeirra en því, sem vitagjöldunum nemur. Það er því ekki þörf á því að binda það við upphæð vitagjaldanna.

Ég sé svo ekki ástæðu til að lengja umr. um þetta. Ég vil aðeins minnast á eitt dæmi, þar sem hv. þm. Ísaf. gat um það, að nú nýverið hefði verið sýknað skip í hæstarétti, sem hefði verið kært af varðskipi, vegna þess að rangar mælingar hefðu verið gerðar, en hann tók það fram, að það hefði verið vegna þess, að skipstjórinn hefði ekki kallað til sín siglingafróða menn. Þetta skip sigldi með mannskap samkv. f. frá 1936. Ef þessar röngu mælingar eru því að kenna, að skipstjórinn kallaði ekki til sín siglingafróða menn, sem voru um borð, þá sé ég ekki, hvað það kemur þessu máli við.