27.04.1938
Neðri deild: 54. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1289 í B-deild Alþingistíðinda. (1916)

34. mál, atvinna við siglingar

*Pétur Ottesen:

Hv. þm. Ísaf. las hér upp símskeyti eða áskorun frá verkalýðsfélagi.

Ég vil í þessu sambandi geta þess, að hann dró þá ályktun, að það væri andstaða við sjómenn á Akranesi. Það er fullkomlega að þeirra vilja og ósk, að slík breyt. sé gerð, sem farið er fram á í þessu frv. Að öðru leyti leiðrétti ég ekki frekar ummæli þessa hv. þm., en ég vil segja honum það, að sjómennirnir á Akranesi þurfa ekki að fá neina umsögn um okkur. Við erum færir um að gera þær sakir okkar upp án þess. Sjómenn þekkja framkomu þessa hv. þm. og milligöngu hans í ýmsum öðrum málum, síldarmálinu og öðru slíku. Hann mun hafa gert svo fyrir sér þeim efnum, að þeir óska ekki eftir miklu meiri kynningu. Þeir munu vera mér sammála um, að hann myndi vera ákaflega vel geymdur í neðri hæð síldarþróarinnar á Siglufirði. Ég vildi geta þessa af því, að hann gat mín í sambandi við skólamál, að mér finnst hann myndi vera vel geymdur í þeim svartaskóla, sem hann hefir reist og ekki er hægt að nota til neins annars. Væri vel, ef það gæti orðið til að forða frá þeim slysum, sem líklegt er, að muni hljótast af afskiptum hans í atvinnumálunum.