26.04.1938
Neðri deild: 54. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1291 í B-deild Alþingistíðinda. (1919)

34. mál, atvinna við siglingar

*Sigurður E. Hlíðar:

Ég vil ekki þreyta þd. með langri ræðu, en þar sem ég er einn þeirra, sem mynda meiri hl. sjútvn., ætla ég að segja nokkur orð. Ég geri grein fyrir minni afstöðu, ekki þó þannig að skilja, að ég beri vantraust til hv. þm. Barð. hvað málsvörn hans snertir. Það að ég grip orðið stafar af því, að þeim örvum var beint til okkar, sem erum í meiri hl. n., að við stefndum öryggi sjómanna í voða. Að öðru leyti er ekki ástæða til að taka þær sérstaklega fram. N. er þríklofin í málinu: raunar vill hv. þm. Ísaf. afgreiða málið með rökst. dagskrá, þótt hann hafi 22. apríl verið uppæstur yfir því. að verið væri að gera breyt. á þessum l., vegna þess stutta tíma, sem þau hafa staðið. Þeir telja enga ástæðu til að gera breyt. á nýskapaðri lagasmið.

Á hinu leytinu kemur fram rökstuðningur þeirra, sem benda á það, að þótt aðeins séu liðin 2 ár síðan þessi l. voru sett, sé samt nauðsynlegt að taka þau til endurskoðunar sem allra fyrst. Þetta tvennt er í algerðri mótsetningu. Það, sem aðallega hefir komið fram og andstæðingar frv. hafa hneykslazt á í áliti meiri hl. sjútvn., er það, að hér sé verið að draga úr öryggi sjómanna eða skipshafna. Hv. þm. Ísaf. hefir komið fram með minnihlutaálit á þskj. 316. Þar talar hann um, hve hatramt sé „að slíkar till. skuli vera bornar fram á Alþ., þegar litið er á hið ógurlega mannfall, sem sjósóknin hér við land veldur á ári hverju. Virðist það ganga glapræði næst, að Alþ. geri ráðstafanir, sem vel geta enn aukið á hina miklu lífshættu sjómanna, með því að draga úr kröfum þeim um sérfróða skipstjórnendur og vélamenn, sem nú eru gerðar.“ Með hverjum degi verða ennþá sterkari ákvæði notuð. Í þessu falli vil ég snúa máli mínu að því, sem kalla má barnalega einfeldni. Hvernig geta menn komið því heim, að þegar bátum er siglt frá Noregi til Íslands, skuli aðeins vera 3 fagmenn á þeim, en 4 þegar aðeins er farið stutt út fyrir Siglufjörð á síld eða þorskveiðar? Er verið að draga úr öryggi sjómanna, þótt fagmönnum sé fækkað úr 4 niður í 3, þegar farið er rétt út fyrir landsteinana, úr því að aðeins eru hafðir a fagmenn í ferðum milli landa? Það þýðir ekki fyrir hv. þm. Ísaf. að neita því. Það getur ekki verið nein þörf á því að hafa 8 yfirmenn á í eim Látum við síldveiðar, sem eru saman um nót. Það þarf að snara, og á því byggist þetta frv. Sparnaðarhlið þessa máls er talsvert mikið atriði. Í hvert sinn. sem talað er um sparnað, þykir hann sjálfsagður, en það má bara ekki spara á þessum og þessum lið. En hér er vissulega hægt að spara án þess að lenda í nokkurn voða. Fyrir 1936 hefði allt verið í beinum voða, ef marka mætti ummæli andmælendanna. Ég álít, að hér sé um svo mikinn sparnað að ræða, að vegna þess eigi málið að ganga fram.