26.04.1938
Neðri deild: 54. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1292 í B-deild Alþingistíðinda. (1920)

34. mál, atvinna við siglingar

*Haraldur Guðmundsson:

Ég óttast það og hefi bent á það fyrr, að sá sparnaður, sem hér er um að ræða, geti orðið aurasparnaður, sem kosti margar krónur, því að tapist eitt mannslíf, verður það ekki metið til verðs. Öryggi skipa og þeirra verðmæta, sem þau flytja, verður stórum minna, ef þessum 1. er þannig breytt. Mér er alveg óskiljanlegt, að flm. þessa frv. ganga miklu lengra í sínum kröfum en útgerðarmenn hafa farið fram á. Það er talið slæmt ástand hjá útgerðinni. en þeir telja þó ekki hægt að spara annan stýrimann.

Hv. þm. Borgf. var að tala um, að mér sem atvmrh. hefði verið kunnugt um, að 6 bátar hefðu verið gerir út frá Akranesi á ólöglegan hátt. Þetta er alveg rangt. Hitt er rétt, að þessi hv. þm. óskaði eftir því við mig„ meðan ég var atvmrh., að ég gæfi út bráðabirgðalög um þessi efni. að undanskilja báta á Akranesi frá þeirri skyldu að hafa annan vélstjóra um borð. Ég sagði honum, að ég teldi enga ástæðu til að gefa út þessi bráðabirgðalög. Hann sagði vitanlega við mig, að þessir sex bátar á Akranesi eða fleiri væru ólöglega gerðir út, en mér væri kunnugt um, að nóg af réttindamönnum væri til, ef Akurnesingar vildu fá þá annarsstaðar frá, og þeir gætu fengið þá einmitt fyrir tilmæli þessa hv. þm., ef þar væru haldin námsskeið fyrir vélstjóra. Hvort bátar eru ólöglega mannaðir, veit ég ekki. Ég hefi orð þessa hv. þm. fyrir því, að fjöldi báta suður með sjó gengi á snið við lögin, en ekki er mér um það kunnugt. Ef til vill hefir það líka borið við, að sjúkratryggingar hafa ekki verið greiddar. Kærur hafa engar komið til mín né til atvinnumálaráðuneytisins. Ég skal ekki lengja umr. meira. Út af orðaskiptum þeirra hv. Þm. Ísaf. og hv. þm. Borgf. um svonefnda hrútakofa eða lambakofa hefi ég enga ástæðu til að bæta miklu við. Slíkar deilur sýna hug hv. þm. Borgf. til samflokksmanna stj., og ætlar hann hv. þm. Ísaf. heldur skárri kost þar sem síldarþróin er, heldur en skólabörnum í skólahverfinu á Akranesi.