09.05.1938
Efri deild: 69. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1303 í B-deild Alþingistíðinda. (1932)

34. mál, atvinna við siglingar

*Frsm. meiri hl. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti! Við höfum ekki getað orðið sammála um þetta mál í sjútvn., og höfum við hv. 2. þm. S.-M. orðið ásáttir um að leggja til, að frv. verði samþ., þó með töluverðum breyt., sem við höfum lagt fram á þskj. 469. Ég skal geta þess, að margar að þeim breyt., sem við höfum lagt til, að gerðar séu á frv., eru shlj. brtt., sem hv. 6. þm. Reykv. flutti í Nd., en voru þar felldar. Okkur hefir virzt, að þessi miðlunarleið, sem við hér förum, gæti orðið að samkomulagi í þinginu, þó það samkomulag næðist ekki í Nd. Við höfum því stillt brtt. okkar í hóf með tilliti til þess.

Að því er snertir skyldu vélbáta til að hafa stýrimann auk skipstjóra, þá höfum við gert ráð fyrir, að það sé ekki skylt fyrir fiskiskip og báta undir 40 rúmlestum, ef þeim er ætlað að leggja afla sinn daglega á land eða stunda síldveiðar tveir um nót. Það er hinn mesti misskilningur, að það sjónarmið komi til greina, þegar menn eru að leggja það niður með sér að vera tveir um nót, hvort skylt er að hafa stýrimenn eða ekki. Það mun ekki koma oft fyrir, að stærri bátar slái sér saman tveir um nót til að losna við að hafa stýrimenn. Ef þeir eru það stórir, að menn treysti þeim til að vera einum um nót, þá er það mesta arðsvonin. Það eru því aðeins minni bátarnir, sem koma til greina með að vera tveir um nót. Það virðist vera óviðkunnanlegt að skylda slík skip til þess að hafa alls 8 yfimenn á báðum skipunum.

Hv. þm. munu hafa tekið eftir því, að við höfum hvað snertir vélamenn á skipunum lagt það sama til, sem hv. 6. þm. Reykv. lagði til í Nd. Þar er einnig leitazt við að sigla bil beggja, þannig að það verði sá léttir á fiskiskipunum, sem það nauðsynlega þarf að vera, og hinsvegar tel ég eftir okkar till., að hvergi sé skert hið nauðsynlega öryggi, sem gera þarf.

Að því er snertir vélamenn á mótorskipum, sem eru með meira en 50, en ekki yfir 150 hestafla vél, þá er lagt til, að c-liður 52. gr. orðist svo ,em segir í brtt. á þskj. 469. Það er m. ö. o. lagt til, að þessir bátar, en þessi stærð nær yfir mestallan mótorbátafjöldann, hafi einn vélstjóra, sem öðlazt hefir skírteini samkv. 38. gr.. og einn undirvélstjóra, sem öðlazt hefir skírteini samkv. 36. gr. Þó eru fiskiskip og bátar, sem ætlað er að koma daglega að landi með afla sinn, eða stunda síldveiðar tveir um nót, ekki skyldir til að hafa undirvélstjóra ef skipstjóri hefir sömu réttindi og undirvélstjóra er ætlað að hafa. Það er þýðingarmikið atriði, hvort skip, stjórar á bátunum hafa vélstjórakunnáttu eða ekki. Þegar verið er að meta þetta út frá því sjónarmiði, hvort öryggið er skert eða ekki, þá virðist okkur hv. 2. þm. S.-M., að hið mesta tillit verði að taka til þess, hvaða kunnáttu formennirnir á bátunum hafi.

Þá vildi ég víkja að þeirri mótbáru, sem tíðast kemur fram, þegar talað er um að afnema þessa stýrimanna- og undirvélstjóra skyldu á vélbátunum. En hún er sú, að með því verði mönnum gert ómögulegt að vinna sér inn réttindi, þar sem ekki sé lengur skylt að hafa stýrimenn og undirvélstjóra. En menn þurfa samkv. l. að hafa siglt svo og svo langan tíma sem stýrimenn eða undirvélstjórar til þess að fá hin æðri stig. Ég vil taka það fram í þessu sambandi, að það er engu að síður heimilt að skrá menn sem stýrimenn á skip og undirvélstjóra þó það sé ekki skylt. Mér er kunnugt um, að í Vestmannaeyjum hafa menn, sem voru að læra, hvort sem það var stýrimanna- eða vélstjóralærdómur, verið skráðir á skip sem slíkir í því skyni að öðlast sín réttindi. Ég held, að óskir manna um að vera skráðir á skipin í þessu skyni verði ávallt uppfylltar af útgerðarmönnum, ef þeim er ekki þar með lögð sú skylda á herðar að greiða þeim, sem skráðir eru stýrimenn eða undirvélstjórar, hærra kaup.

Ég vildi með þessu sýna, að með þeirri brtt., sem ég og hv. 2. þm. S.-M. leggjum til, er á engan hátt lagður þröskuldur í veginn fyrir það, að hinir ungu verðandi stýrimenn eða undirvélstjórar geti fullkomnað sig í sínum greinum lögum samkvæmt. Það er einungis það, að ekki er lagaskylda um það, að þessir menn séu innanborðs, og í því tilfelli, sem ræðir um undirvélstjóra, þá eru bátar því aðeins undanskildir þeirri skyldu, að þeir komi daglega að landi eða séu tveir í félagi um síldarnót. Í báðum þessum tilfellum er það tilskilið, að formennirnir hafi samskonar réttindi og undirvélstjórum er ætlað að hafa lögum samkvæmt.

Ég geri ráð fyrir, að þeir, sem hafa haft á móti þessu af svokölluðum öryggisástæðum, geti fallizt á, að till. okkar meiri hl. sjútvn. gangi svo langt, sem þörf er á til þess að tryggt sé það öryggi, sem þarf að vera tryggt.

Ég skal svo ekki fjölyrða meira um þetta mál. Ég læt það nægja, sem ég nú hefi sagt, þangað til ef þörf krefur að bæta einhverju við.