10.05.1938
Efri deild: 72. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1311 í B-deild Alþingistíðinda. (1939)

34. mál, atvinna við siglingar

Bernharð Stefánsson:

Ég hefi allt aðra skoðun á þessu máli heldur en þá, sem fram kom í þeim orðum, sem hv. 1. landsk. viðhafði við 2. umr. málsins, þar sem hann taldi, að þetta frv., ef að l. yrði, væri í alla staði skaðlegt. Ég tel þvert á móti, að það hafi verið nauðsynlegt vegna útgerðarinnar að rýmka um þau ákvæði, sem í siglingalögin síðustu voru sett, létta nokkuð skyldu útgerðarinnar til þess að hafa að óþörfu réttindamenn á bátum og skipum, sem vitanlega eru dýrari. — Af því að ég tel nauðsynlegt að koma þessu máli í gegnum þingið — að það dagi ekki uppi —, þá tel ég, að það hafi verið mjög varhugavert af þessari hv. d. að vera við 2. umr. málsins að samþ. ákvæði, sem vitað er um, að borið var fram í hv. Nd., þegar málið var þar, en fellt með yfirgnæfandi atkvæðamun, en svo var þó gert hér við 2. umr., þar sem sett var inn ákvæði um það að hækka í 1. gr. frv. rúmlestatölu úr 30 upp í 40 á þeim bátum, sem undanþegnir væru því að hafa stýrimenn, ef þeir legðu afla sinn daglega á land.

Ég hefi því leyft mér að bera fram brtt. á þskj. 542, þess efnis, að færa þetta atriði til sins fyrra horfs aftur. Ég er ekki svo fróður. og hefi ekki athugað það nú. að ég muni, hvenær fyrst var sett ákvæði um að miða við 30 rúmlestir, en ég hygg. að það hafi verið gert fyrir æðimörgum árum. (SÁÓ: Það var gert 1924, ef ég man rétt). Ég man ekki eftir, að neinar umkvartanir hafi verið út af því, síðan ég kom á þing 1924. En fyrir örstuttu, í fyrra eða hitteðfyrra, var þessum 1. breytt, og þetta frv. gengur að mestu leyti í þá átt, að draga úr þeim ákvæðum, sem þá voru sett. Ég álít, að það sé hyggilegra að halda sér við það heldur en að fara að breyta ákvæðum, sem gilt hafa um langan aldur og ekki hefir komið mikil óánægja fram um; auk þess munu það vera ákaflega fáir bátar, sem þannig er ástaft um, að þeir leggi afla sinn á land daglega, en séu yfir 30 smálestir að stærð.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um ekki stærra atriði en þetta. en ég lít þannig á, að úr því að d. breytti frv. á annað borð, svo að það þarf að fara til hv. Nd., þá muni það greiða fyrir framgangi málsins þar, ef mín till verður samþ., þar sem hv. Nd. hefir áður sýnt þennan vilja sinn.