11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1326 í B-deild Alþingistíðinda. (1958)

34. mál, atvinna við siglingar

*Pétur Ottesen:

Ég verð að segja, að fyrr má nú rota en dauðrota. Hv. þm. Ísaf. neitar því, að meiri hl. hafi verið með frv. í Ed. Hverakonar endaskipti hafa orðið á þingsköpum? Og hv. þm. segir, að hefði ekki einn maður verið fjarverandi, þá hefðu brtt. verið samþ. Já hefði, hefði! Þetta eru bara getgátur hjá hv. þm.

Ég ætla ekki að fara frekar út í þetta, en ég vil alvarlega vara menn við því að samþ. nýjar brtt. Það er alkunna, að það er nokkur hópur manna hér, sem vill þetta mál feigt, og mér var sagt, að það hefði slegið í hart milli stj.flokkanna í dag um þetta mál.