07.05.1938
Neðri deild: 67. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1346 í B-deild Alþingistíðinda. (1997)

28. mál, rekstrarlánafélög

*Bergur Jónsson:

Ég gat þess í fyrstu ræðu minni, að ég myndi koma með brtt. við frv. við 3. umr., en þar sem nokkrar umr. hafa nú orðið um þetta, ætla ég að leyfa mér að bera fram skrifl. brtt. um, að 10. gr. frv. falli niður, og vísa ég um það til fyrstu ræðu minnar, þar sem ég sagði, að gr. væri þýðingarmikil, en ég áliti, að hún gæti orðið til óhagræðis og að bankarnir myndu frekar draga að sér höndina um lánveitingar, ef hægt væri að vísa til ríkisstjórnarinnar. Loks vil ég benda á, að það er óhugsandi þegar ríkissjóði eru aðeins í einni löggjöf, sem snertir lánsstarfsemi lagðar skyldur á herðar til að útvega lánsféð, að þá skuli ekki vera gert ráð fyrir, á hvern hátt eigi að gera það. Vil ég benda á frv. það, sem við framsóknarmenn bárum fram á fyrri þingum um fé til samvinnuútgerðarfélaga, þar sem segir, að svo og svo mikið af handhafaskuldabréfum megi selja til fiskveiðasjóðs. Samskonar leið og það yrði að ganga inn á, ef 10. gr. væri samþ.