07.05.1938
Neðri deild: 67. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1347 í B-deild Alþingistíðinda. (2001)

28. mál, rekstrarlánafélög

Atvmrh. (Skúli Guðmundsson):

Út af 10. gr. vil ég benda á, að fyrir hv. Alþ. liggur frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til að taka lán. Þetta hefir ekki verið mikið rætt á Alþ. enn, en þó virðist mönnum sú skoðun hafa komið fram í blöðum sjálfstæðismanna, sem hafa rætt þetta allmikið, að þeim virðist varhugavert, að ríkissj. taki þetta lán. Þetta er ósamræmanlegt við ákvæði 10. gr., því að með henni er verið að fyrirskipa ríkisstj. að taka lán í þessu skyni, á hvaða tíma sem er, et fyrirstaða er á, að bankarnir geti veitt þessum félögum það fé, sem þau þurfa.