11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1353 í B-deild Alþingistíðinda. (2011)

28. mál, rekstrarlánafélög

*Bergur Jónsson:

Ég veit ekki betur en að hv. frsm. sjútvn. í þessu máli, hv. 6. þm. Reykv., sem mest barðist fyrir málinu við 2. umr., telji, að þessar brtt. séu ekki frv. til tjóns, enda er það alls ekki, og hv. þm. Borgf. veit vei, að ég hefi aldrei lagt neitt á móti þessu frv. Ég hélt því aðeins fram við 2. umr., að ákvæði 10. gr. væri óheppilegt, þar sem bönkunum væri sumpart gefið undir fótinn með það að láta eins og þeir hefðu ekki reiðufé til þess að lána þessum félögum. Að því leyti tel ég, að félögunum sé gerður óleikur með þessu ákvæði. Ég áleit það ákvæði óheppilegt, að vísa til ríkisstj. um að útvega þetta lánsfé, því að það yrði reyndin, þar sem bankarnir þyrftu ekki annað en að segja, að þeir hefðu ekki reiðufé.

Viðvíkjandi tveim fyrstu brtt. verð ég að segja, að mér finnst hv. þm. Borgf. ýkja í því efni. Hann hlýtur að sjá, að hér er alls ekki um neina skemmd á ákvæðunum að ræða. þetta frv. hefst á því í 1. gr., að útvegsmönnum í einu og sömu verstöð eða byggðarlagi sé heimilt að stofna rekstrarlátutfélög. Þarna er um það að ræða, að stofna félög útvegsmanna, og eftir 6. gr. frv., ef brtt. mín við þá gr. verður samþ., er gert ráð fyrir, að þeir fái innflutnings- og gjaldeyrisleyfi á nauðsynjum til útgerðarinnar, því að eins og hv. þm. veit, hafa einstaklingar yfirleitt ekki sérstakan lagalegan rétt til þess að fá innflutning, heldur er honum skipt niður eftir ákveðnum reglum. Þessar brtt. eru því allar í fullu samræmi við tilgang frv., og ég vil segja hv. þm. Borgf. það, að brtt. eru á engan hátt sprottnar af illum hug til frv., enda var ég með frv., þegar það kom frá sjútvn. og greiddi atkv. með því við 2. umr., enda þótt brtt. mín um að fella niður 10. gr. væri frá felld.